Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 2012

lhmmerkitext1Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.

Félagið Hjólamenn hefur sótt um inngöngu og verður umsóknin tekin fyrir á aðalfundinum. Einnig verður tillaga um lagabreytingu sem leyfir einstaklingsaðild að LHM lögð fyrir á fundinum.

Dagskrá fundarins er eins og hér segir:
1.    Kjör fundarstjóra og fundarritara
2.    Ársskýrsla stjórnar
3.    Skýrslur nefnda
4.    Umræður um skýrslur
5.    Reikningar bornir upp
6.    Tillögur aðildarfélaga
7.    Umræður um tillögur aðildarfélaga
8.    Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra
9.    Kjör formanns
10.    Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda

2-3 meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.
1-2 varastjórnarmenn kosnir til eins árs.
skoðunarmaður reikninga og einn til vara
starfsnefndir

11.    Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
12.    Önnur mál
13.    Fundargerð lesin og samþykkt

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.