Félagið Hjólamenn hefur sótt um inngöngu og verður umsóknin tekin fyrir á aðalfundinum. Einnig verður tillaga um lagabreytingu sem leyfir einstaklingsaðild að LHM lögð fyrir á fundinum.
Dagskrá fundarins er eins og hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Ársskýrsla stjórnar
3. Skýrslur nefnda
4. Umræður um skýrslur
5. Reikningar bornir upp
6. Tillögur aðildarfélaga
7. Umræður um tillögur aðildarfélaga
8. Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra
9. Kjör formanns
10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda
2-3 meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.
1-2 varastjórnarmenn kosnir til eins árs.
skoðunarmaður reikninga og einn til vara
starfsnefndir
11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
12. Önnur mál
13. Fundargerð lesin og samþykkt
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna