
Hreinsun stíga hafin
Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.
Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar 18. mars kemur fram að hreinsun hjólastíga sé hafin núna eftir að klakinn hvarf.
Skráning er hafin í stærstu fjallahjólakeppni ársins Blue Lagoon Challenge. Keppnin fer fram 11. Júní og verður öll hin glæsilegasta. Keppnin hefur fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í dagatali hjólamanna á Íslandi og markað upphafið að hjólaferli margra. Frábær stemning einkennir keppnina sem er ennfremur hluti af Landvættaáskoruninni.
Tvær ólíkar hjólakeppnir verða á Reykjavíkurleikunum. Þann 26. janúar verður keppt í Cycling Eliminator keppni í Reiðhöllinni í Víðidal en 29. janúar verður keppt í Upphill Duel (Hjólaspretti) á Skólavörðustígnum í hjarta Reykjavíkur. Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda en í Cycling Eliminator skiptir tækni ekki síður máli. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.
Föstudaginn 23. janúar klukkan 16,00 flytur Dr. Harpa Stefándsdóttir arkitekt FAÍ, fyrirlestur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Ánægjulegar samgönguhljólreiðar – borgarrými og gildi fegurðarupplifunar.
Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð Hörpu en hún lauk í október síðastliðnum doktorsprófi í borgarskipulagi frá Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU). Í rannsókn sinni greinir Harpa frá því hvernig einkenni í borgarrýmum hafa áhrif á upplifun fólks sem hjólar í samgönguskyni og hvernig gildi fegurðar hefur áhrif á gæðamat fólks á hjólaleiðum þess.
Það kemur fram í frétt á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur að keppt verði í tveimur greinum í hjólreiðum á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum. Þriðjudaginn 20. janúar verður keppt í CycloCross Eliminator í Reiðhöllinni í Víðidal og föstudaginn 23. janúar verður keppt í Uphill Duel á Skólavörðustíg. Skráningu lýkur: 18. janúar 2015 kl: 00:00 á vef Hjólamóts http://hjolamot.is/. Fréttin er svona:
Í morgun fór hjólateljarinn á stígnum við Suðurlandsbraut yfir 100.000 frá áramótum og er það táknrænt fyrir þá aukningu sem hefur orðið á hjólreiðum allt árið. Bragi Freyr Gunnarsson, hjólreiðamaðurinn sem fór yfir markið á þessum tímamótum, var að vonum glaður þegar hann var stöðvaður. Hann hjólar allt árið og á því ófá tikkin á teljaranum. „Ég hafði séð útundan mér í síðustu viku að þetta var að nálgast markið, en átti ekki von þessu,“ sagði Bragi sem fær gjafabréf frá Reykjavíkurborg í tilefni dagsins.
Frétt á vef Reykjavíkurborgar:
Nýr og tvíbreiður hjólastígur í Öskjuhlíð hefur verið tekinn í notkun.
Sem áhugamaður um hjólreiðar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og vegleysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skynsamlegt er að hjóla.
Eftirfarandi orðsending barst um gagnasöfnun um leiðavali fólks á hjóli dagana 19-27.maí. Hún fer fram í snjallsímum og tengjast leiðavali á höfuðborgarsvðinu.
Kæri þáttakandi í Hjólað í vinnuna átakinu
Átt þú iPhone eða Android síma, býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að stuðla að bættu hjólastígakerfi? Vinsamlegast haltu þá áfram að lesa.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 1. mars 2014 birtist eftirfarandi frétt um opnun Hverfisgötu:
Mikið var um dýrðir á Hverfisgötunni í dag þegar verkáfanga í endurnýjun Hverfisgötunnar var fagnað. Lúðrablástur, skrúðganga, sirkusfólk og mannlíf setti gleðilegan blæ á götuna.
Í Fréttablaðinu þann 19. febrúar er sagt frá nokkrum hressum vinnufélögum á ýmsum aldri, sem hjóla úr og í vinnu flesta daga ársins. Það eru Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara.
Út er komin skýrsla eftir Eirík Ástvald Magnússon um nemendaverkefni hans í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands um lagningu hjólastígs frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur. Guðmundur Freyr Úlfarsson og Hörður Bjarnason voru leiðbeinendur.
Á heimasíðu Landspítalans birtist eftirfarandi frétt 5. febrúar 2014:
Landspítali boðar á upphafsdegi Lífshlaupsins 2014, 5. febrúar, að taka upp skattfrjálsa samgöngustyrki í vor.
Í Monítor fylgiblaði Morgunblaðsins er sagt frá hjólreiðakeppninni RIG:Uphill Duel, sem verður haldin neðst á Skólavörðurstíg n.k. föstudag 23. janúar 2014 kl. 19. Rætt er við Óskar og Ingvar Ómarssyni og David Robertson um keppnina í Monitor. LHM hvetur fólk til að fylgjast með spennandi keppni á föstudaginn.
Á vef Reykjavíkurborgar birtist eftirfarandi frétt fimmtudaginn, 9. janúar 2014:
Þrjú tonn af sandi ... og gott betur
„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.
Á heimasíðu Fjarðarbyggðar er komin fram tillaga um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 35 km hámarkshraði verði megin regla í þéttbýli í Fjarðarbyggð. Kynningin á heimasíðunni er eftirfarandi:
Á Vísir.is er eftirfarandi frétt um hugsanlegan hjólreiðastíg ofan á jarðstreng milli Selfoss og Þorlákshafnar:
Hjóla ofan á raflínu í Ölfusi
Skipulagsnefnd Ölfuss segir að nýta eigi legu jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar undir hjólreiðastíg. Árborg hefur sömu áform.
Á vef Reykjavíkurborgar 8. október birtist eftirfarandi frétt:
Trjágróður sem vex út á stíga tefur för snjóruðningstækja og í gegnum árin hefur komið fyrir að stígum hafi verið sleppt úr til að valda ekki tjóni á tækjum og hættu á slysum. Þá eru dæmi um að ljós hafa brotnað af tækjunum með tilheyrandi kostnaði.
Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.
Verð á hjólum mun lækka nokkuð nái tillögur efnahags- og viðskiptanefndar um afnám tolla á reiðhjól fram að ganga. Þetta segir Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri GÁP, í samtali við mbl.is, en hann sér fyrir sér áframhaldandi aukningu í hjólaáhuga landsmanna með þessu skrefi.„Mér hefur aldrei litist jafn vel á neina breytingu eins og það að byrjað sé að fella niður vörugjöld því þau eiga ekki rétt á sér lengur,“ segir Guðmundur. Hann vonar að tillagan komist fljótt í gegn, en snemma á komandi ári munu fyrstu sendingar vorsins berast og til að tollurinn bætist ekki á þær þarf Alþingi að samþykkja nýju lögin.