Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Íslenskt

Evrópska samgönguvikan, dagana 16. – 22. september

Árlega sameinast heimsálfan okkar í Evrópsku samgönguvikunni, dagana 16. – 22. september og svo er einnig í ár. Á ensku ber vikan heitið European Mobility Week. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Flokkur: Íslenskt

Blue Lagoon Challenge 2016

Skráning er hafin í stærstu fjallahjólakeppni ársins Blue Lagoon Challenge. Keppnin fer fram 11. Júní og verður öll hin glæsilegasta. Keppnin hefur fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í dagatali hjólamanna á Íslandi og markað upphafið að hjólaferli margra. Frábær stemning einkennir keppnina sem er ennfremur hluti af Landvættaáskoruninni.

Flokkur: Íslenskt

Tvær hjólreiðakeppnir á Reykjavíkurleikunum

Tvær ólíkar hjólakeppnir verða á Reykjavíkurleikunum. Þann 26. janúar verður keppt í Cycling Eliminator keppni í Reiðhöllinni í Víðidal en 29. janúar verður keppt í Upphill Duel (Hjólaspretti) á Skólavörðustígnum í hjarta Reykjavíkur. Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda en í Cycling Eliminator skiptir tækni ekki síður máli. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Flokkur: Íslenskt

Borgarrými og gildi fegurðarupplifunar

Föstudaginn 23. janúar klukkan 16,00 flytur Dr. Harpa Stefándsdóttir arkitekt FAÍ, fyrirlestur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Ánægjulegar samgönguhljólreiðar – borgarrými og gildi fegurðarupplifunar.

Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð Hörpu en hún lauk í október síðastliðnum doktorsprófi í borgarskipulagi frá Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU). Í rannsókn sinni greinir Harpa frá því  hvernig einkenni í borgarrýmum hafa áhrif á upplifun fólks sem hjólar í samgönguskyni og hvernig gildi fegurðar hefur áhrif á gæðamat fólks á hjólaleiðum þess.

Flokkur: Íslenskt

Keppni í hjólreiðum á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum

Það kemur fram í frétt á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur að keppt verði í tveimur greinum í hjólreiðum á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum. Þriðjudaginn 20. janúar verður keppt í CycloCross Eliminator í Reiðhöllinni í Víðidal og föstudaginn 23. janúar verður keppt í Uphill Duel á Skólavörðustíg. Skráningu lýkur: 18. janúar 2015 kl: 00:00 á vef Hjólamóts http://hjolamot.is/. Fréttin er svona:

Flokkur: Íslenskt

Gefur mikið að hjóla

Í morgun fór hjólateljarinn á stígnum við Suðurlandsbraut yfir 100.000 frá áramótum og er það táknrænt fyrir þá aukningu sem hefur orðið á hjólreiðum allt árið.   Bragi Freyr Gunnarsson,  hjólreiðamaðurinn sem fór yfir markið á þessum tímamótum, var að vonum glaður þegar hann var stöðvaður.  Hann hjólar allt árið og á því ófá tikkin á teljaranum.  „Ég hafði séð útundan mér í síðustu viku að þetta var að nálgast markið, en átti ekki von þessu,“ sagði Bragi sem fær gjafabréf frá Reykjavíkurborg í tilefni dagsins.

Flokkur: Íslenskt

Dæmalaust fínt hjólreiðakort

Sem áhugamaður um hjólreiðar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og vegleysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skynsamlegt er að hjóla.

Flokkur: Íslenskt

Skráning leiðavals á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi orðsending barst um gagnasöfnun um leiðavali fólks á hjóli dagana  19-27.maí. Hún fer fram í snjallsímum og tengjast leiðavali á  höfuðborgarsvðinu.

Kæri þáttakandi í Hjólað í vinnuna átakinu
Átt þú iPhone eða Android síma, býrð á höfuðborgarsvæðinu og langar að stuðla að bættu hjólastígakerfi? Vinsamlegast haltu þá áfram að lesa.

Flokkur: Íslenskt

Gleði á Hverfisgötu

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 1. mars 2014 birtist eftirfarandi frétt um opnun Hverfisgötu:


Mikið var um dýrðir á Hverfisgötunni í dag þegar verkáfanga í endurnýjun Hverfisgötunnar var fagnað. Lúðrablástur, skrúðganga, sirkusfólk og mannlíf setti gleðilegan blæ á götuna.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðagarpar sem greiða úr skuldum

Í Fréttablaðinu þann 19. febrúar er sagt frá nokkrum hressum vinnufélögum á ýmsum aldri, sem hjóla úr og í vinnu flesta daga ársins. Það eru Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara.

Flokkur: Íslenskt

Þrjú tonn af sandi ... og gott betur

Á vef Reykjavíkurborgar birtist eftirfarandi frétt fimmtudaginn, 9. janúar 2014:

Þrjú tonn af sandi ... og gott betur

„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.

Flokkur: Íslenskt

Lækkun hámarkshraða í Fjarðarbyggð?

Á heimasíðu Fjarðarbyggðar er komin fram tillaga um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 35 km hámarkshraði verði megin regla í þéttbýli í Fjarðarbyggð. Kynningin á heimasíðunni er eftirfarandi:

Flokkur: Íslenskt

Trjágróður hindrar snjóruðningstæki

Á vef Reykjavíkurborgar 8. október birtist eftirfarandi frétt:

Trjágróður sem vex út á stíga tefur för snjóruðningstækja og í gegnum árin hefur komið fyrir að stígum hafi verið sleppt úr til að valda ekki tjóni á tækjum og hættu á slysum.  Þá eru dæmi um að ljós hafa brotnað af tækjunum með tilheyrandi kostnaði.

Flokkur: Íslenskt

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum 2013

Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.