Stígur frá Bolungarvík í Engidal

BolungarvíkurgöngÍ haust munu 20 kílómetra langir göngu- og hjólastígar tengja Bolungarvík við Engidal í Skutulsfirði.

Framkvæmdum við Óshlíðargöng lýkur brátt og þá mun gamli Óshlíðarvegurinn verða griðland göngugarpa og hjólreiðafólks. Nú standa einnig yfir framkvæmdir við göngustíg milli Hnífsdals og Ísafjarðar og lýkur þeim í næsta mánuði. Þá mun því liggja göngustígur frá Bolungarvík inn í Hnífsdal, þaðan inn á Ísafjörð, inn í Holtahverfi og alla leið inn í Engidal, því vegurinn inn í Engidal er lítið ekinn eftir að fjörðurinn var þveraður fyrir fjórtán árum síðan. Göngustígurinn er því 20 kílómetrar með tiltölulega fáum götum sem fara þarf yfir. Útivistarfólk á Vestfjörðum fagnar þessu.

Sjá frétt á ruv.is http://www.ruv.is/frett/stigur-fra-bolungarvik-i-engidal

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.