Hjálmaskylda skaðlegri en frjálst val er fyrirsögn athyglisverðrar greinar í New Scientist.
Í þessu myndasafni má sjá ýmsar útfærslur af lausnum í samgöngukerfinu. Til dæmi þessa mynd sem sýnir hvernig hjólreiðafólk er boðið velkomið með skiltum
Systursamtök LHM, hinn breski CTC fer mögulega í mál til að hnekkja úrskurði um hjálma þar sem dæmt var án þess að nægjanleg gögn lægu fyrir.
{jathumbnail off}
Hér er tengill á framkvæmda og fjárhagsáætlun fyrir hjólreiðamannvirki árið 2009 í Stokkhólmi, ca. 150 milljónir IKR ætlað í þetta 2009.
Stokkhólmsstrætó SL ætlar að leyfa hjól í strætó á örfáum leiðum. Eins og þið vitið má maður taka hjól í okkar Strætó
Í London þykir sjálfsagt að reiðhjólafólk noti forgangsakreinar en nú mótmæla þeir að vélhjólum verði hleypt á þær líka.
BBC sendir út heimildaþætti um hjólreiðar í þremur afar mismunandi borgum
Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina.
Fyrsta hjólreiðagatan í Danmörku verður í Árósum. Allir mega ferðast þar en hjólreiðamenn hafa forgang og hraðinn væntanlega miðaður við þá.
Lundúnaborg panta tilboð í kerfi fyrir almenningshjól. Vilja miða við 300 metra á milli hjólaleiganna. 6000 hjól á 400 stöðum. Þeir herma þannig eftir hinu geysivinsæla Velib kerfi Parisarborgar.
Hversu langt er of langt og hversu langt er mátulega langt. Hér hefur verið gerð rannsókn á þessu m.t.t. þess hvort verið er að ganga, hjóla eða aka bæði m.t.t. tíma og vegalengdar. Svolítið fræðilegt en áhugavert.
"Í Evrópu eru aðeins tvennskonar borgarstjórar, þeir sem hafa innleitt almenningshjólaleigur og þeim sem langar til þess." Lesið um hjólabyltinguna sem gengur yfir Evrópu.
Í London hjóla núna 91% fleiri en árið 2000 og því er spáð að fljólega hjóli fimmtungur til vinnu samkvæmt þessari frétt BBC um hvernig best er að leggja hjólinu.
Öflug mótmæli gegn áætlunum um að strætisvagnar noti hluta af hjólaleið svipað og áformað er í Reykjavík. Hér er hluti af áætlun um hjólabraut frá Ægissíðu inn í Fossvogsdal að göngubrúinni verði skipt út með stærri brú sem ber strætó sem síðan fer eftir sömu leið og hjólin að hluta.
Bristol stefnir á að verða fyrsta "hjólaborgin" í Bretlandi með t.d. sérstökum hjólabrautum milli úthverfa og miðborgar, kennslu í hjólafærni og fl. Þetta er einn hluti af áætlun sem breska stjórnin styrkir með 20 milljarða framlagi.
Í tíu fylkjum Bandaríkjanna er í lögum regla um að bílstjórar verði að víkja amk. 1 meter þegar þeir taka fram úr hjólreiðamanni og LHM lagði til að svipuð regla yrði færð í lög hér við laganefnd sem er að endurskoða umferðarlögin.
Borgarstjóri Seoul segir borgir ekki geta tekist á við gróðurhúsaáhrif og umferðarteppur ef allir fara um á bílum og hyggst leggja 207 km af hjólabrautum fyrir 2012.
Hvað þarf til að teljast hjólavænt fylki í Bandaríkjunum?
Page 12 of 13