Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.
Breskir hjólreiðamenn leiðrétta rangfærslur um skatta og vegagjöld. {jathumbnail off}
Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi heldur er skylt að hafa rafal á hjólunum. Rafall er góður kostur enda áreiðanlegur orkugjafi og alltaf til staðar. Þó góð batteríljós séu fáanleg þá falla of margir í þá gryfju að spara við sig í þessu mikilvæga öryggistæki og nota ljós sem vart sjást innan um borgarljósin.
Frétt frá því í maí um umræður á breska þinginu þar sem tekið er undir málflutning systursamtaka LHM í Bretlandi um hvernig auknar hjólreiðar stuðla að auknu öryggi og mikilvægi þess að nota rétta mælikvarða til að meta öryggi hjólreiðafólks.
Borgir í Bandaríkjunum hvetja í auknum mæli til hjólreiða og hefur þeim sem hjóla til vinnu fjölgað um 43% síðan 2000 á landsvísu. Í Philadelfíu hefur notkun reiðhjóla aukist um 43% síðan 2005 og borgin hefur einsett sér að verða sú grænasta í BNA. Þar starfa hjólreiðasamtök að fræðslu um hvernig öruggast er að staðsetja sig í umferðinni og því einfalda atriði að reiðhjól eru lögleg ökutæki rétt eins og bílar.
Hvað á barnið mitt að kunna og hvenær? Sjáið hvernig Dönum er ráðlagt að leggja línurnar fyrir börnin sín úti í umferðinni
228. fundur Umferðarráðs haldinn þann 29. október 2009 hvetur alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu. Umferðarráð bendir á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Þau eru ódýr og einföld í notkun. Umferðarráð áréttar að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.
Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.
Löggan í Kaupmannahöfn hefur síðan í apríl verið með 8 löggur á hjóli í bænum við góðan orðstýr. Þær eiga auðveldara með að skjótast um þröngar götur og komast leiðar sinnar. Nýlega handtóku þær hjólreiðamann með 5 kíló af hassi í bakpokanum, sem hjólaði beint á vegg með hjólandi löggur á eftir sér...
Sesselja Traustadóttir stjórnaði fjölmennustu hjólalest sem mynduð hefur verið á landinu þegar um 500 skólabörn hjóluðu milli skólanna í Grafarvogi. Tilgangurinn var að hvetja börnin til að hjóla sjálf milli staða og minnka skutl foreldranna.
Borgarstjórinn og bæjarstjórar á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hjóladegi fjölskyldunnar með því að sameinaðist í Nauthólsvík og hjóla þaðan í Ráðhúsið þar sem Tjarnarspretturinn í götuhjólreiðum var í þann mund að hefjast.
Ný formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur: „Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð,“ segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu. „Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur.“
Fundur Umferðarráðs 10. september 2009 ályktar:
"Starfsemi grunnskóla er nú komin í fullan gang með tilheyrandi umferð. Sjaldan hafa fleiri börn hafið grunnskólanám hér á landi og því er mikil ástæða til að beina athygli að öryggi þeirra og umhverfi.
Hjólateljarar eða Cykelbarometeret eru nýjung í Danmörk. Þeir telja hjólreiðafólk á ákveðnum stöðum og þú getur séð hversu margir hafa hjólað leiðina á undan þér þann dag og fylgst með þróuninni. Það er ágætur mælikvarði á hversu hjólavæn borg er hversu margir hjóla.
Hjólreiðar borga sig, ekki bara fyrir hjólreiðamanninn heldur allt samfélagið. Odense varði 20m dkr 1998 í hjólaverkefni og nú er talið að þetta hafi skilað sér í 30m dkr sparnað
Góðgerðarsamtökin Sustrans, sem vinna að aukningu hjólreiða á Bretlandi, kannaði hvort konur fengju góða þjónustu í hjólabúðum. {jathumbnail off}
Eftirfarandi grein hjólreiðamannsins Rúnar Helgason með hugmyndir að bættu aðgengi til hjólreiða í Reykjanesbæ birtist á Visir.is og vef Víkurfretta, vf.is
Í morgunútvarpinu 3. júni var lesinn pistill Gísla Kristjánssonar með frásögn og hugleiðingum hans um reiðhjól til afnota fyrir almenningi í ymsum borgum, þar á meðal Ósló. Það er ágætt að sjá og heyra umfjöllun um þessar lausnir sem eru að vaxa mjög í vinsældum síðastliðin misseri. Fyrir þá sem vilja virkilega kynna sér málefninu mælum við með að kíkja á The Bike-sharing blog , og líka gjarnan að hafa samband við stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna.
Í langri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leynast þessar línur sem kannski gefa okkur von um greiðari framtíðarleiðir:
"Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssamgöngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. "
Page 11 of 13