Hjólreiðar í Reykjanesbæ

Eftirfarandi grein hjólreiðamannsins Rúnar Helgason með hugmyndir að bættu aðgengi til hjólreiða í Reykjanesbæ birtist á Visir.is  og vef Víkurfretta, vf.is 

 

Víkurfréttir, 14. maí. 2009 10:56

Aðsent | 14. maí 2009 | 10:03:28
Hjólreiðar í Reykjanesbæ

Í mars s.l. skrifaði ég grein um hjólreiðar á Reykjanesi þar sem ég reifaði hugmyndir um aukna aðstöðu fyrir hjólreiðafólk á Reykjanesi, sumt af því sem nefnt var er þegar í einhverri vinnslu en annað ekki. Undirtektir við þessum hugmyndum voru góðar og vil ég þakka fyrir það en helst vildi ég sjá eitthvað sett í framkvæmd fyrr en seinna.

En hugum nú að Reykjanesbæ hvað hefur verið gert og hvað er hægt að gera. Á undanförnum árum hefur verið gert heilmikið fyrir gangandi og hjólandi umferð fínn stígur með ströndinni frá Grófinni inn í Innri Njarðvík, vantar að vísu bút inní frá Keflavíkurhöfn að Fitjum, og mikið af stígum í nýju hverfunum. En það verður að hugsa þetta meira í samhengi þ.e. tengja saman stíga inni í hverfunum við „aðalstíga“. Einnig þarf að hugsa um hjólreiðar sem samgöngutæki og leggja stíga samhliða stofnbrautum sérstaklega á milli hverfa eins og Innri Njarðvík og Ytri Njarðvíkur- og Keflavíkurhverfi, en við höfum einmitt nægt pláss fyrir breiða og góða stíga meðfram Njarðarbraut alla leið að Keflavíkurtorgi án þess að þvera Njarðarbrautina, en það er forsenda þess að hægt sé að tala um stofnbrautir að ekki þurfi að stíga af hjólinu til að þvera miklar umferðagötur, og þar sem það er nauðsynlegt  þarf það að vera með undirgöngum eða brú.

Síðan þarf að huga að því hvernig komast ferðamenn inní bæinn? Búið er að leggja stíg frá tjaldstæðinu áleiðis niður í bæ. Ég vil fara aðra leið í þessu þ.e: leggja stíg frá Flugstöðinni meðfram Reykjanesbrautnni  sem greinist í 2 áttir við hringtorgið annarsvegar að tjaldstæðinu og hinsvegar meðfram Heiðarbergi niður í Gróf að smábátahöfninni og tengist þar stígunum sem fara annars vegar út í Garð og hinsvegar í gegnum Reykjanesbæ og tengjist stíg sem færi yfir stapann um gamla Keflavíkurveginn yfir í Voga. Síðan mætti nota svo kallaða hjólavísa, sérstakar merkingar á götuna sem gefa til kynna að hjólandi umferð fari um götuna, þeir gætu komið á:Hafnargötuna að Keflavíkurtorgi og tengist þar stígnum sem liggur í Njarðvík og fyrr er nefndur og síðan Vesturgötu, Aðalgötu, Tjarnargötu og Faxabraut  sem tengja hverfin við aðalstígana og sama mætti hugsa sér á Hjallaveg og Borgarveg. Þess má geta að Rykjavíkurborg hefur gerrt tilrauni með svona hjólavísa og hafa þeir reynst vel.

Með þessu móti gerum við bæinn okkar umhverfisvænni, öruggari fyrir gangandi og hjólandi og fáum ferðafólk á  reiðhjólum inní bæinn okkar í upphafi ferðar og einnig í lokin. Einnig samrýmist þetta mjög vel þeim áformum bæjaryfirvalda að auka umferðaröryggi í bænum.
Að lokum má ekki gleyma að merkja stígana vel þannig að þeir séu aðgengilegir fyrir alla það þarf að setja skylti við endana og leiðarvísa á milli þar mætti koma fram hvaða þjónusta er í boði í bænum.

Virðingarfyllst
Rúnar Helgason
hjólreiðamaður
Lánað frá  :
http://www.visir.is/article/2009413640424

http://www.vf.is/Frettir/40546/default.aspx

{jathumbnail off}

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.