Foreldrar og forráðamenn þurfa að undirbúa börnin, leiðbeina þeim og velja öruggustu leiðina í skólann. Ökumenn þurfa að vera sérlega vel á verði og minnt er á að víðast hvar er hámarkshraði við grunnskóla 30 km/klst.
Á undanförnum árum hafa foreldrar verið hvattir til að láta börn sín fara gangandi í skólann, þar sem víða eru aðstæður til að hleypa börnum út úr bíl takmarkaðar og geta hugsanlega skapað hættu. Umferð bíla foreldra skapar oft á tíðum mestu hættuna við skólana.
Senn líður að því að skyggja taki og þess vega er eðlilegt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja til öryggis fyrir gangandi fólk, jafnt börn sem fullorðna."
Viðbót Mortens : Þess ber að gæta að varafulltrúi Landsamtaka hjólreiðamanna á fundi umferðarráðs ( Morten Lange) fagnaði að foreldrum sé hvatt til þess láta börnin ganga í skólann, eftir að hafa leiðbeint þeim og bílstjórum séu hvattir til þess að taka tillit til barna, virða hámarkshraða. Hins vegar var hann svekktur á því að ekki var tekið mark á tillögu hans um að nefna átakið "Göngum í skólann" sem var ræst daginn áður en fundur umferðarráðs fór fram. Var hann búin að koma þessa ábendingu til stjórn umferðarráðs með góðum fyrirvara fyrir fundinn. Það skiptir máli að ýta undir svoleiðis verkefni, ogálýktunin fengi meirakjöt á beinunum, og yrði raunverulegri og áhrifameiri ef verið var að tengja við eitthvað sem er í gangi í samfélaginu. Þar að auki geta foreldrar og skólar fengið góð ráð með því að kynna sér efnið sem er sett fram í tengsl við Göngum í skólann. Eitt skemmtilegt dæmi er "hreyfistrætó", sjá :
http://www.gongumiskolann.is/frettir/nr/2847
http://skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001%7C002%7C&fre_id=91876&meira=1