Ný formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur: „Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð,“ segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu. „Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur.“