Gott fordæmi í samgöngumálum

Borgarstjórinn og bæjarstjórar á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hjóladegi fjölskyldunnar með því að sameinaðist í Nauthólsvík og hjóla þaðan í Ráðhúsið þar sem Tjarnarspretturinn í götuhjólreiðum var í þann mund að hefjast.

Hjólalestir sveitafélaganna á Höfuðborgarsvæðinu tengdust við Ylströndina áður en stígið var á sveif beint í Ráðhúsið þar sem boðið var upp á heilsusamlegar veitingar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri þakkaði öllum kærlega fyrir að taka þátt í deginum og setja með því svip á borgina. Hún sagði að gott fordæmi hefði verið sýnt sem gæti orðið öðrum hvatning til að hjóla eða ganga meira á Höfuðborgarsvæðinu.

Hinn árlegi Tjarnarsprettur götuhjólreiðamanna fór einnig fram í dag (19.09.09). Karlar hjóluðu 15 hringi umhverfis Tjörnina og konur 10 hringi. Davíð Þór Sigurðsson sigraði í karlaflokki á 34:15 en Árni Már Jónsson var aðeins sjónarmun á eftir honum. Pétur Þór Ragnarsson var þriðji á 34:26 Ein kona mætti í keppnina að þessu sinni. Bryndís Þorsteinsdóttir sem lauk við 10 hringi á 24 mínútum og 26 sekúntum.

Á sunnudag eru íbúar Reykjavíkur hvattir til að hvíla bílinn og nýta sér göngu- og hjólasvæði borgarinnar ásamt útivistarsvæðum. Á mánudag verður strætódagur en leita má eftir 150 bíómiðum í vögnum þann dag.

Frétt af vef Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-16827/ 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.