Verð á hjólum mun lækka nokkuð nái tillögur efnahags- og viðskiptanefndar um afnám tolla á reiðhjól fram að ganga. Þetta segir Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri GÁP, í samtali við mbl.is, en hann sér fyrir sér áframhaldandi aukningu í hjólaáhuga landsmanna með þessu skrefi.„Mér hefur aldrei litist jafn vel á neina breytingu eins og það að byrjað sé að fella niður vörugjöld því þau eiga ekki rétt á sér lengur,“ segir Guðmundur. Hann vonar að tillagan komist fljótt í gegn, en snemma á komandi ári munu fyrstu sendingar vorsins berast og til að tollurinn bætist ekki á þær þarf Alþingi að samþykkja nýju lögin.
Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra. Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum.
Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.
Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna.
Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið.
Vegamálastjóri minnti og á að göngubrúin væri umferðaröryggismál og þótt stundum mætti heyra annað þá væri Vegagerðin stöðugt að sinna umferðaröryggi, það væri ekki bara eitt af helstu markmiðum Vegagerðarinnar heldur líka keppikefli að vinna vel í þeim málaflokki.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs undirrituðu í dag samkomulag sem leggur grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.
Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við ákveðna hjólreiða- og göngustíga og byggir það á vegalögum og nýsamþykktum samgönguáætlunum. Gengið var frá samkomulagi um verkefni ársins 2012 sem eru Suðurlandsbraut (Hlemmur - Elliðaárósar) og á Vesturlandsvegi.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti nýlega fyrstu hjólreiðaáætlun bæjarins. Samkvæmt henni stefnir Kópavogur að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta þannig að þær verði aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti.
Það er ánægjulegt að sveitarfélag marki sér stefnu og setji sér markmið um að fjölga þeim sem hjóla enda er það frumforsenda þess að unnið sé markvisst að því að bæta aðstæður hjólandi. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.Til hamingju Kópavogsbær og gangi ykkur vel!
Eftir að hafa heimsótt vinkonu sína, Leu Karen, á leikskólann Stekkjarás, fékk Brynja Brynleifsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, þá hugmynd að hægt væri að setja saman tvö þríhjól og gera þau þannig úr garði að barn sem er sjónskert eða blint gæti setið á aftara hjólinu en sjáandi barn á því fremra. Þannig þyrfti Lea Karen ekki að vera háð starfsmönnum leikskólans þegar hún vildi fara út að hjóla heldur gæti brunað um skólalóðina með vinum sínum.
Skipulagsfræðingafélag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneyti og Vegagerðina hélt málþing fimmtudaginn 22.mars sem bar yfirskriftina Snúast samgöngur aðeins um kostnað?
Á árunum 2002 til 2011 voru flutt inn ríflega 206.000 reiðhjól til landsins. Þótt sala á reiðhjólum hafi dalað í kjölfar hrunsins eru enn að bætast við hjólreiðaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessa dagana taka reiðhjólaverslanir við nýjum hjólasendingum og ljóst að þeir sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr mikilli flóru að velja.
Borgarstjóri opnaði formlega nýtt ábendingakerfi á vef Reykjavíkurborgar 22. febrúar. Þar er tekið á móti upplýsingum um það í borgarlandinu sem þarf að laga. Borgarbúar eru hvattir til að láta vita um skröltandi brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfulla ruslastampa, skemmda bekki, óvirka götulýsingu og annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.
Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra; Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%.
Ný göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa verður lögð næsta sumar og mun hún stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um 0,7 km. Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar.
VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman tillögu um samfellda hjólaleið umhverfis Mývatn. Hjólaleiðin á að opna á möguleika hjólreiðafólks til að upplifa og ferðast um landslag og náttúru Mývatnssveitar út frá forsendum vistvænna samgangna og um leið að stuðla að öruggari umferð á þjóðvegum innan sveitarinnar.
Vinsældir og áhugi fólks á almenningshjólaleigum hefur aukist hratt á síðustu árum þar sem borgaryfirvöld í flestum borgum Evrópu leita nýrra leiða til þess að auka hlutdeild vistvænna og sjálfbærra samgangna. Í því felst meðal annars að auka hjólreiðar og notkun almenningssamgangna. Almenningshjólaleigur bjóða upp á skammtímaleigu á hjólum í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi sem er staðsett á fjölförnum stöðum.
Fyrirtæki og stofnanir eru í nýrri áætlun hvött til að móta samgönguáætlun og hvetja starfsfólk til að tileinka sér vistvænar samgöngur. Landspítalinn og fleiri stór fyrirtæki og stofnanir hafa gert samning við Strætó bs. og starfsfólk getur í krafti þeirra keypt sér árskort með talsverðum afslætti. Samningarnir eru víðtækir. Í þeim felst að fyrirtækin skuldbinda sig til að móta sér sína eigin samgöngustefnu, þar sem starfsfólkið er hvatt til að nýta sér aðra kosti en einkabílinn til að komast á milli staða.
Nýlagður göngustígur í Garðahrauni opnar leið fólks uppí Urriðaholt, þar með talið í Kauptúnið og í Heiðmörkina. Göngustígurinn er malbikaður og með lýsingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að gerð verði verkáætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga meðfram Grindavíkurveginum, að Reykjanesbraut. Vilhjálmur Árnason, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, lagði fyrir nefndin drög og var samþykkt að leggja til við bæjarráð að gerð verði áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga. Í tillögunni felst að samráð verði haft við hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar og síðan leitað samstarfs við Vegagerðina um lagningu stíganna. Nefndin leggur til að notast verði við vegstæði gamla Grindavíkurvegarins, þar sem því verður við komið.
Talning á bílum og hjólum í umferðinni í Reykjavík í haust leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem ferðast á reiðhjólum í stað bíla hefur meira en tvöfaldast, eða farið úr 0,49% í 1,26%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu umhverfis- og samgöngusviðs. Árið 2009 voru talin 1.432 hjól en 3.561 árið 2011.
Page 4 of 13