Gengið og hjólað í skólann
Þessa dagana stendur yfir í nokkrum grunnskólum átak til aukinnar hreyfingar, s.s. Gengið í skólann og Hjólað í skólann. Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla notar vistvænan ferðamáta.
Löng hefð er fyrir því í Fossvogsskóla að hvetja nemendur að koma gangandi eða hjólandi í skólann enda er skólahverfið nokkuð afmarkað og auðvelt að ferðast um Fossvogsdal á hjólhestum. Á haustin og vorin hefur verið sérstök hjólavika í frímínútum og er þá hjólað um dalinn. Nú í september er Göngum í skólann verkefnið á fullu þar eins og í Ártúnsskóla, sem einnig er í vel afmörkuðu hverfi með greiðan aðgang að Elliðaárdalnum.