Hin árlega Heiðmerkuráskorun á fjallahjóli fór fram í 5. skipti í gærkvöldi (miðvikudagskvöld 30. júní). Að þessu sinni voru um 50 keppendur sem kepptu í A-flokki og hjóluðu þeir tvo 12km hringi eftir stígum og malarvegum í Heiðmörk við nokkuð góðar aðstæður. Brautin var þó aðeins of þurr og laus í sér nokkrir keppendur lentu í vandræðum með að halda sér á brautinni.
Hér er er að finna erindi ráðstefnu sem haldin var í Óðinsvé 9-10. júní 2010. Þar eru fjölmörg erindi sem tengjast þörfum eldra fólks í tengslum við hjólreiðar frá Danmörk, Hollandi og Bretlandi.
Nú að loknum sveitastjórnarkosningum koma margir nýjir aðilar að borðinu í við stjórn og skipulagningu samgöngumála. ECF evrópusamband hjólreiðamanna sem LHM er aðili að hefur verið þáttakandi í verkefninu Presto. Þar hefur verið safnað saman þekkingu á því hvernig best er standa að málum þegar auka á hlut reiðhjólsins. Þetta ættu allir sem málið varðar lesa áður en lengra er haldið því þarna er bent á margar leiðir og sem ekki hafa verið prófaðar á Íslandi enn en eru líklegar til árangurs enda hafa þær sannað sig annars staðar í Evrópu.
Í Danmörku hefur ný gerð flutningabíla verið í notkun í eitt ár. Bílarnir eru taldir draga úr líkum á svokölluðum hægribeygjuóhöppum en í þeim aka menn, sérstaklega ökumenn stórra bíla, til hægri í veg fyrir hjólreiðamann.
Sesselja Traustadóttir var í viðtali í þættinum Sirrý á sunnudagsmorgnum. Hlustið endilega á það.
27-28. maí var haldin ráðstefna um mjúka vegfarendur (Svage trafikanter) í Kaupmannahöfn.
Hér er finna erindi sem voru á þeirri ráðstefnu, m.a. eitt frá Íslandi.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti í dag, 25. maí, drög að aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára 2011-2014 um hjólaleiðir í borginni. Þar kemur fram að tíu kílómetrum verður árlega bætt við núverandi hjólaleiðir í Reykjavík, að hraðbraut fyrir hjól verði lögð milli Laugardals og miðborgar og brú gerð fyrir hjólandi og gangandi yfir Elliðaárósa yfir í Grafarvog.á
Sjá nánar:
http://www.reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-21732/
Kaupmannahafnarborg hefur nú sett upp heimasíðu til að hjólreiðamenn geti sent vísbendingar um það sem gæti eyðilagt goðan hjólreiðatúr.
Københavns kommune spørger cyklisterneKøbenhavns Kommune har lavet en hjemmeside, hvor københavnere kan give kommunen et praj om småting, der dagligt kan spolere en i øvrigt god cykeltur.
Danir mála nú aðvörunarmerki á götur til að hvetja öku- og hjólreiðamenn til að hafa auga með hvor öðrum á hliðarvegum en 40% slysa verða á minni gatnamótum.
Umferð um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst til mikilla muna undanfarna daga, ekki síst fyrir tilstilli átaksins Hjólað í vinnuna. Eftir því sem næst verður komist hefur umferðin gengið að mestu stóráfallalaust þrátt fyrir að hjólafólki sem ferðast oft á 30-40 km hraða sé víðast ætlað að fara um sömu stíga og gangandi vegfarendum. Mörgum hefur þó eflaust reynst erfitt að átta sig á því hvaða umferðarreglur gilda á stígunum.
Óhætt er að mæla með nýjasta eintaki Hjólhestsins, tímarits Fjallahjólaklúbbins, sem kom út á netinu í byrjun mánaðarins. Flestar greinar í blaðinu eru miðaðar við fólk sem er að byrja að nota hjól sem samgöngutæki eða er tiltölulega stutt á veg komið í þeirri vegferð. Sérstaklega má benda á grein um samgönguhjólreiðar sem fjallar um hvernig best er að hjóla úti í umferðinni, þ.e. á akbrautum en ekki á göngustígum.
Mexikóborg hefur nýlega bakkað með löggjöf sem reyndi að þvinga hjólreiðamenn til að nota hjálma. Hér er frásögn af aðdraganda hjálmaskyldu og hvernig og með hvaða rökum var snúið við.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.
Hjólað í vinnuna var ræst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun að viðstöddu fjölmenni. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ bauð gesti velkomna en ávörp fluttu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Kristján Möller, samgönguráðherra.
Reiðhjól er það ökutæki sem hvað flestir eru gerðir ábyrgir fyrir, en samt er lítið gert af því að kenna fólki að umgangast hjólið. Þetta segir Sesselja Traustadóttir, sem kennt hefur nemendum í Álftamýrarskóla og Fossvogsskóla hjólafærni.
»Við byrjum á að kenna það sem ég kalla líffærafræði reiðhjólsins - hvað eru teinar, ventlar, gjörðin og svo framvegis. Síðan förum við yfir hjólastellið, fatnaðinn og stillum hjálmana.« Um 85% barna séu með illa stilltan hjálm sem geri í raun meira ógagn en gagn. »Bönd og festingar eru oft lélegar og þó hjálmurinn hafi verið stilltur að morgni hefur hann oft aflagast að kveldi.«
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana og fleiri munu sigla í kjölfarið. Ráðherrann sagði við það tækifæri að með þessu væri ráðuneytið að leggja áherslu á að vera öðrum vinnustöðum fyrirmynd á þessu sviði.
Það er leitun að góðum kynningum á hjólreiðum sem hvetja til hjólreiða á áhrifaríkan hátt. Enn meiri leitun er að góðum kynningarmyndböndum sem eru virkilega góðar. En Con Bici al Instituto og Bacc hefur tekist sérlega vel upp í gerð þessa myndbands sem að auki sýnir nokkur þau atriði sem ber að forðast og hvernig er öruggast að bera sig að.
Á Facebook sást orðróm um frábærar fréttir fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.
Danir leita nú að hinum fullkomna hjólastíg. Stofnuð hefur verið dómnefnd sem tekur við tillögum.
Sjá nánar.
Page 9 of 13