Tímaritið er hægt að lesa ókeypis á vef klúbbsins, www.fjallahjolaklubburinn.is.
Morgunblaðið 11. maí 2010
Óhætt er að mæla með nýjasta eintaki Hjólhestsins, tímarits Fjallahjólaklúbbins, sem kom út á netinu í byrjun mánaðarins. Flestar greinar í blaðinu eru miðaðar við fólk sem er að byrja að nota hjól sem samgöngutæki eða er tiltölulega stutt á veg komið í þeirri vegferð. Sérstaklega má benda á grein um samgönguhjólreiðar sem fjallar um hvernig best er að hjóla úti í umferðinni, þ.e. á akbrautum en ekki á göngustígum.
Tímaritið er hægt að lesa ókeypis á vef klúbbsins, www.fjallahjolaklubburinn.is.
Morgunblaðið 11. maí 2010