Átakið Hjólað í vinnuna hafið!

rvk.isHjólað í vinnuna var ræst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun að viðstöddu fjölmenni. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ bauð gesti velkomna en ávörp fluttu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Kristján Möller, samgönguráðherra.

Borgarstjóri og ráðherrar eru allir þátttakendur í Hjólað í vinnuna með sínum vinnustöðum. Kom fram m.a. í ræðu Hönnu Birnu að borgarstjórn hafi fyrr á þessu ári samþykkt einróma fyrstu hjólreiðaráætlun borgarinnar. Gert er ráð fyrir fimmföldun hjólreiðastíga sveitarfélagsins á næstu fimm árum og á að bæta tengingar stíganna við önnur sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur. Viðstaddir gæddu sér á léttum morgunverði og DR. BÆK var á staðnum og hlúði að hjólum þátttakenda og félagsmenn úr röðum Landssamtaka hjólreiðamanna, LHM, sýndu „öðruvísi“ hjól

Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, stendur áttunda árið í röð fyrir ,,Hjólað í vinnuna”, heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land, dagana 5. - 25.maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

441 (378) vinnustaðir hafa skráð 974 (832) lið til leiks og mun þeim fjölga nokkuð eftir að leikurinn hefst í dag. Heimilt er að skrá lið og liðsmenn til leiks alla dagana sem leikurinn varir eða til 25. maí. Skráning og nánari upplýsingar eru á hjoladivinnuna.is Tölurnar í sviganum eru frá sama tíma árið 2009.

Sjá frétt og myndir á rvk.is

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.