Hjólreiðar vaxa um 75% með markvissum aðgerðum
Í Sutton sem er eitt af úthverfum Lundúnaborgar hafa hjólreiðar aukist um 75% síðustu 3 ár með markvissum aðgerðum yfirvalda en ekki aðeins með dýrum framkvæmdum heldur er unnið í að breyta hugarfarinu og gefa fólki sjálfsöryggi á hjólunum. Íbúum er t.d. boðin ókeypis þjálfun í Hjólafærni. Einnig er fólki boðið upp á leiðir til að spara allt að helming af kaupverði nýs reiðhjóls.