Hávarður Tryggvason „Ísfirðingur“ leggur af stað þann 22. júní upp í hjólreiðaferð um Vestfirði til styrktar Grensásdeild. Farinn verður rangsælis hringur um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða , alls tæplega 700 km vegalengd og um 5000 metrar í hækkanir.
Borgaryfirvöld í Stokkhólmi ræða nú um hvort heimila eigi hjólreiðamönnum að aka á móti rauðu ljósi og gegn umferð í einstefnugötum. Með þessu á að draga úr umferðarteppum og auðvelda 150.000 hjólreiðamönnum borgarinnar að komast á milli staða. Málið er umdeilt því sumir óttast að öryggi hjólreiðamanna sé teflt í hættu en aðrir benda á að flestir geri þetta hvort eð er og brjóti um leið lögin.
Tæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.
Hjólreiðanefnd ÍSÍ valdi landsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum, sem fram fer 30. maí til 4. júní. Formlegt landslið var síðast sent út til keppni á Smáþjóðaleikana 2005 og þá náðist ágætur árangur. Ætlunin er að gera mun betur núna enda er liðið skipað hjólreiðafólki sem hefur lagt mikið á sig við æfingar í vetur og reyndar í mörg ár.
Sex knáar konur sem kalla sig Brellurnar ætla að leggja upp frá Patreksfirði á sjómannadaginn og hjóla rangsælis um Vestfirði til ágóða fyrir blinda stallsystur sína. Leiðin er um 640 kílómetra löng.
Í gær var haldið upp á upphaf Áratugs aðgerða í umferðaröryggismálum, e: Decade of Action for Road Safety. Engin getur verið ósamála því að það þurfi að gera meir til að draga úr mannfórnum í umferðinni. En eins og svo oft áður, þá eru menn ekki alveg sammála um leiðirnar. Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, eru ánægð með margar af áherslunum sem yfirvöld og bílaklúbbar stinga upp á, en benda á að aukning í hjólreiðum sem kemur í stað ferðalaga á bilum sé ein af betri leiðunum til að draga úr hættu í umferðinni. Samtökin RoadPeace of Road Danger Reduction Forum á Bretlandi ganga lengur og benda á hvernig margt af því sem FIA hefur fengið WHO með í að velja sem lausnir, eru hlutir sem ganga ekki upp.
Enn bætist við þá þekkingu sem undirstrikar að hjólreiðar til samgangna séu lausn við margs konar vanda.
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) óttast að innanríkisráðherra kunni „að setja á hjálmaskyldu fyrir fullorðna og jafnvel einnig skylda þá til að klæðast endurskinsfatnaði en hann færi heimild til þess skv. nýju frumvarpi til umferðarlaga.
Landssamtökin benda m.a. á að þar sem hjálmaskylda hafi verið tekin upp hafi hjólreiðamönnum fækkað og hjólreiðamönnum sé ekki meiri hætta búin af höfuðáverkum en öðrum vegfarendum.
Borgarráð Edinborgar mun að öllum líkindum samþykkja á næstu dögum áætlun um breytingar á miðborginni, gera hana mannvænni og minnka umferð bifreiða. Áætlunin byggir meðal annars á ráðgjöf frá hinum þekktu Gehl Architects sem hafa stuðlað að djörfum breytingum víða, svo sem í stórborgunum Melbourne og New York.
Af högum hjólreiðamanna, heitir lokaverkefni frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands frá árinu 2010. Höfundurinn er Davíð Arnar Stefánsson. Ritgerðina má finna á Skemmunni en Skemman er rafrænt gagnasafn með lokaritgerðir.
Hjólað í skólann : rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða, heitir lokaverkefni frá Menntasviði Háskóla Íslands frá árinu 2009. Höfundurinn er Bjarney Gunnarsdóttir.
Þróun reiðhjólsins : hverning samanbrjótanleg hjól gætu orðið liður í samgöngubótum og orkusparnaði, heitir lokaverkefni frá Hönnunar og arkítekturdeild Listaháskóla Íslands. Höfundurinn er Steinþór Hannes Gissurarson.
Reglur um og merkingar á göngu- og hjólreiðastígum höfuðborgarinnar eru svo óljósar að væri það sama uppi á teningnum á akbrautum borgarinnar má slá því föstu að fjöldi manns færist í bílslysum á hverjum degi. Hér er kannski fullfast að orði kveðið... og þó.
Í San Fransisco hafa borgaryfirvöld um skeið notað upplýsingar úr GPS símum til að kortleggja leiðir hjólreiðamanna í borginni. Upplýsingunum er safnð í samvinnu við hjólreiðamenn sem eiga iPhone eða Android síma og vilja taka þátt í verkefninu.
Hjólaþjófnaður er vandamál sem lögreglan sinnir stundum ekki nógu vel og fær því að viðgangast. Lögreglan í Amersfoort í Hollandi vildi gera betur og setti í gang sex mánaða átak í desember síðastliðnum. Hún kemur fyrir nokkurskonar tálbeitum, hjólum sem stundum eru læst og stundum ekki, en öll eru þau búin GPS staðsetningarbúnaði sem gefur lögreglunni merki þegar hjólið er tekið og vísar henni beint á þjófinn.
Ég er stundum spurð að því hvernig ég hafi efni á flugmiðum út fyrir Evrópu. Úr hvaða hyldýpi ég grafi upp fé í slíkan lúxus. Svarið er þetta: Ég á ekki 1000 kílóa lúxusflykki sem notar rándýran orkugjafa og heitir bíll.
Samkvæmt FÍB gæti kostnaður við nýjan bíl verið 1,1 milljón á ári - með bensíni, tryggingum, afskriftum og öllu. Það eru 92.000 á mánuði. Einn flugmiði þar, frá London til Peking - á fjögurra vikna fresti. Alltof há tala fyrir einhvern? Örugglega. FÍB miðar við skuggalegan dýran bíl og mikinn akstur. Segjum því 500.000 krónur á ári í bílrekstur og að ég þurfi 50.000 vegna hjólsins míns. Mismunurinn er tveir flugmiðar hringinn í kringum jörðina með fimm stoppum. Eða tveggja mánaða bakpokaferðalag til Indlands - með flugmiðum.
Í vaxandi mæli eru borgir víða um heim að leitast við að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með ýmsum hætti og reyna þannig að stuðla að auknum hjólreiðum. Eitt sem víða vantar er góð aðstaða til að geyma reiðhjól. Hjólageymsluaðstaða við lestarstöðvar og aðrar miðstöðvar almenningssamgangna eru vel þekktar í mörgum evrópulöndum en nú fer þeim einnig fjölgandi í Bandarískum borgum. Í myndbandinu er lýst hvernig aðstaðan nýtist bæði þeim sem nýta sér almenningssamgöngur til að koma sér þangað og hjóla svo á nærliggjandi vinnustað, og líka þeim sem hjóla heiman frá sér, leggja hjólinu þarna og ganga síðan á nærliggjandi vinnustað.
Stúlkur sem hjóla eða ganga til skóla fá betri einkunnir og skora hærra í greindarmælingum, ef marka má nýlega spænska rannsókn frá Spanish National Research Council, rannsóknarstofnun í eigu ráðuneytis menntunar og þróunar þar í landi. Sama virðist ekki gilda um drengi, því ekki fannst sjáanlegur munur á námsárangri drengja sem gengu eða hjóluðu í stað þess að vera keyrðir til skóla. þátttakendur í rannsókninni voru um sautján hundruð táningar í fimm borgum. Sextíu og fimm af hundraði sögðust ganga eða hjóla til skóla á morgnanna. Um níu hundruð stúlkur tóku þátt í rannsókninni.
Ef völuspá DV fyrir árið 2011 nær fram að ganga mun Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, tekur að starfa sjálfstætt í borgarstjórn Reykjavíkur og mun berjast ákaflega fyrir málefnum hjólreiðamanna.
Page 6 of 13