Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðar vaxa um 75% með markvissum aðgerðum

Spring into actionÍ Sutton sem er eitt af úthverfum Lundúnaborgar hafa hjólreiðar aukist um 75% síðustu 3 ár með markvissum aðgerðum yfirvalda en ekki aðeins með dýrum framkvæmdum heldur er unnið í að breyta hugarfarinu og gefa fólki sjálfsöryggi á hjólunum. Íbúum er t.d. boðin ókeypis þjálfun í Hjólafærni. Einnig er fólki boðið upp á leiðir til að spara allt að helming af kaupverði nýs reiðhjóls.

Flokkur: Samgöngumál

Réttlaus á hjólarein - hættuleg lög

Þessi frétt fjallar um konu sem hjólaði í sakleysi sínu á hjólarein þegar ökumaður bifreiðar á næstu akrein ákvað skyndilega að beygja til hægri, gætti ekki að umferð á hjólareininni og af hlaust slys. Ótrúlegt en satt var hjólreiðamaðurinn sem slasaðist dæmdur í órétti þar sem merkingar hjólareinarinnar yfir gatnamótin þóttu ekki í samræmi við ákvæði sem skyldaði bílstjóra til að víkja fyrir hjólandi umferð á hjólareininni. {jathumbnail off}

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun fylgir ávinningur

downtowngvltallbuildings

Í borginni Greenville er unnið eftir hjólreiðaáætlun og þau hafa uppgvötvað það því fylgir efnahagslegur ávinningur og "grænt" orðspor laðar að fyrirtæki. Borgin hefur hlotið brons viðurkenningu Amerísku landssamtaka hjólreiðamanna og stefnir á enn betri einkun sem hjólavæn borg. Nýlega samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur hjólreiðaáætlun með háleit markmið og hver veit nema í framhaldinu verði viðsnúningur í aðstæðum til hjólreiða í Reykjavík.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaplanari í Gautaborg

trafiken.nuÞessi vefur sýnir hjólreiðafólki bestu leiðina á milli staða. Virðist vera töff, hugmyndin að minnsta kosti góð. Hægt að velja t.d. hvort maður vill fljótlegustu leiðina eða heppilegustu leiðina. Sniðugt að geta bara dregið táknin inn á kortið í staðin fyrir að skrifa götunöfn.
Flokkur: Samgöngumál

Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi

Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi heldur er skylt að hafa rafal á hjólunum. Rafall er góður kostur enda áreiðanlegur orkugjafi og alltaf til staðar. Þó góð batteríljós séu fáanleg þá falla of margir í þá gryfju að spara við sig í þessu mikilvæga öryggistæki og nota ljós sem vart sjást innan um borgarljósin.

Flokkur: Samgöngumál

Umræður á breska þinginu

Frétt frá því í maí um umræður á breska þinginu þar sem tekið er undir málflutning systursamtaka LHM í Bretlandi um hvernig auknar hjólreiðar stuðla að auknu öryggi og mikilvægi þess að nota rétta mælikvarða til að meta öryggi hjólreiðafólks.

Flokkur: Samgöngumál

Fjölgun og fræðsla

Borgir í Bandaríkjunum hvetja í auknum mæli til hjólreiða og hefur þeim sem hjóla til vinnu fjölgað um 43% síðan 2000 á landsvísu. Í Philadelfíu hefur notkun reiðhjóla aukist um 43% síðan 2005 og borgin hefur einsett sér að verða sú grænasta í BNA. Þar starfa hjólreiðasamtök að fræðslu um hvernig öruggast er að staðsetja sig í umferðinni og því einfalda atriði að reiðhjól eru lögleg ökutæki rétt eins og bílar.

Flokkur: Samgöngumál

Löggan í Kaupmannahöfn

Löggan í Kaupmannahöfn hefur síðan í apríl verið með 8 löggur á hjóli í bænum við góðan orðstýr. Þær eiga auðveldara með að skjótast um þröngar götur og komast leiðar sinnar. Nýlega handtóku þær hjólreiðamann með 5 kíló af hassi í bakpokanum, sem hjólaði beint á vegg með hjólandi löggur á eftir sér...

 

Flokkur: Samgöngumál

Borgarhjól / Almenningshjól í Ósló og viðar

Í morgunútvarpinu 3. júni var lesinn pistill Gísla Kristjánssonar með frásögn og hugleiðingum hans um reiðhjól til afnota fyrir almenningi í ymsum borgum, þar á meðal Ósló.  Það er ágætt að sjá og heyra umfjöllun um þessar lausnir sem eru að vaxa mjög í vinsældum síðastliðin misseri.  Fyrir þá sem vilja virkilega kynna sér málefninu mælum við með að kíkja á The Bike-sharing blog , og líka gjarnan að hafa samband við stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.