Safna áheitum í hjólaferð

Mynd af BrellunumSex knáar konur sem kalla sig Brellurnar ætla að leggja upp frá Patreksfirði á sjómannadaginn og hjóla rangsælis um Vestfirði til ágóða fyrir blinda stallsystur sína. Leiðin er um 640 kílómetra löng.

 

"Hugmyndin um að hjóla um fallegasta stað landsins, Vestfirði, kom upp í bíltúr hér fyrir vestan. Í framhaldinu var ákveðið að safna fyrir verðugt málefni og það fyrsta sem okkur datt í hug var að styrkja Patreksfirðinginn Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur, sem er 37 ára og er nýlega orðin lögblind. Hún þarf að leggja í ýmsan kostnað til að geta lifað sem eðlilegustu lífi, til dæmis eignast tölvu sem styður forrit eins og talgervil." Þetta segir María Ragnarsdóttir, ein af Brellunum svokölluðu sem ætla að leggja upp í áheitahjólaferð um næstu helgi. Hún segir hugmyndina hafa verið viðraða við hinar og þessar konur og þær sem slegið hafi til hafi allar búið á Patreksfirði. Nafnið Brellurnar, sem rímar við gellurnar, er einmitt sótt í fjallið fyrir ofan staðinn. "Við erum búnar að æfa talsvert að undanförnu, tvisvar búnar að hjóla 80 kílómetra og prófa malarvegina enda eru margar heiðar og fjöll sem við munum fara um og vegirnir ekki alls staðar upp á það besta," heldur María áfram. "Ég gæti til dæmis trúað að Dynjandisheiðin yrði strembin, hún er drjúg og um hana liggur malarvegur. Svo spilar veðurfarið auðvitað mikið inn í hvernig gengur."

Vestfjarðahringurinn er um 650 kílómetrar að lengd og Brellurnar ætla sér viku til fararinnar. Ef allar komast á leiðarenda munu þær samanlagt leggja að baki 3.900 kílómetra. Áheitunum verður safnað þannig að fólk verður beðið að heita einhverri vissri upphæð á hvern kílómetra en ef fólk vill heldur má það líka láta einhverja upphæð ganga til þessa málefnis og leggja hana inn á söfnunarreikninginn 153 05 23 kt. 100674-3199. Brellurnar hafa stofnað Facebook-síðu þar sem hægt verður að fylgjast með þeim og þær eru þakklátar fyrir styrktaraðila sem hjálpa þeim að greiða fyrir gistingu og fæði meðan á ferðinni stendur.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 


Frétt úr fylgiblaðinu "Heilsa" í Fréttablaðinu 31. maí 2011.

 


Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.