Lagt verður af stað frá Ísafirði og hjólaðir vesturfirðirnir svokölluðu og komið við í flestum þorpum á leiðinni. Síðan er haldið yfir á Barðaströnd og allir suðurfirðir þræddir allt að Gilsfirði en þar er farið yfir „hálsinn“ á Vestfjörðunum yfir Steinadalsheiði ofan í Kollafjörð við Húnaflóa.
Þá er haldið til Hólmavíkur og yfir Steingrímsfjarðarheiði niður í Ísafjarðardjúp og sem leið liggur alla leið til baka til Ísafjarðar. Áætlað er að ferðin taki 7 – 10 daga. Þórunn María Jónsdóttir, eiginkona Hávarðar, ásamt tveimur börnum þeirra mun „trússa“ ferðina, segir í tilkynningu.
Ferðina fer Hávarður til að fagna 50 ára afmæli sínu og til að vekja athygli á átakinu Á rás fyrir Grensás sem er yfirskrift söfnunarátaks sem Edda Heiðrún Backman hefur staðið fyrir undir merkjum Hollvina Grensásdeildar, en markmið þeirra er að safna 500 miljónum króna til nýrrar 1.500 fermetra viðbyggingar við Grensásdeild sem mun hýsa sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleira.
Frétt af vef Mbl.is 15. júní 2011.