Hjólaborgin Reykjavík - Könnun á hjólaleiðum almennings

hjolakonnunTæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.

Um það bil 500 manns svöruðu könnuninni en markmið hennar er að safna gögnum um hjólaleiðir í borginni til að bæta þær. Upplýsingarnar nýtast við að fækka vástöðum og fylgja eftir hjólareiðaáætlun Reykjavíkurborgar en vefurinn er byggður á borgarvefsjá.

Könnunin verður opin í sumar og því getur hjólreiðafólk áfram sent ábendingar um úrbætur til Reykjavíkurborgar. Ennfremur er hægt að mæla vegalendir og sækja hjólaferil í GPX skrá fyrir GPS tæki.

Með því að taka þátt í könnuninni getur þá átt þátt í að bæta aðgengi og upplifun hjólreiðafólks.
Merktu inn þína leið ásamt vástöðum og upplýsingarnar munu nýtast við að skipuleggja Hjólaborgina Reykjavík.

Hjólakönnun


Frétt av vef Reykjavíkurborgar 3. júní 2011

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.