Nýjar reglur fyrir hjólreiðamenn

TrafficLights

Borgaryfirvöld í Stokkhólmi ræða nú um hvort heimila eigi hjólreiðamönnum að aka á móti rauðu ljósi og gegn umferð í einstefnugötum. Með þessu á að draga úr umferðarteppum og auðvelda 150.000 hjólreiðamönnum borgarinnar að komast á milli staða. Málið er umdeilt því sumir óttast að öryggi hjólreiðamanna sé teflt í hættu en aðrir benda á að flestir geri þetta hvort eð er og brjóti um leið lögin.

Uppspretta : http://www.ruv.is/frett/nyjar-reglur-fyrir-hjolreidamenn (Fyrst birt: 14.06.2011 22:19 GMT, ruv.is )

Athugasemdir : Allir sem hafa kynnt sér málið vita að reynslan frá löndum þar sem hefur veruið leyft með skiltum að hjóla gegn einstefnu, hefur öryggi hjólreiðamanna batnað.   (Morten)

 


Sjá einnig frétt hér: http://www.goinggoingbike.com/blog/stockholm-debates-running-the-red-light/