Hér er tengill á árlega hjólaráðstefnu dönsku Vegagerðarinnar. Vonandi verða haldnir ráðstefnur sem slíkar hérlendis í náinni framtíð.
Það munar um verulega um það að hjóla til og frá vinnu þó leiðin sé ekki löng og það þarf ekki sérstakan hjólafatnað eða að hjóla sig kófsveittann til að njóta ávinningsins. Dánartíðni þeirra sem hjóla reglulega er 30% lægri en hinna og það er árangur sem engin pilla leikur eftir.
UM 90 kílómetrar af hjólastígum verða lagðir í Reykjavík næstu tíu árin til viðbótar við þá tíu kílómetra sem fyrir eru, samkvæmt nýrri hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. Þá tekur áætlunin einnig til þess hvernig hægt er að stuðla að auknum hjólreiðum í borginni með fræðslu og kynningu.
Enginn annar en dr. Bæk var mættur við Norræna húsið í gær í tilefni af degi umhverfisins. Þar bauð hann fólki upp á þá þjónustu að skoða og votta reiðhjólin. Margir notfærðu sér þetta einstaka tækifæri til að láta hjólalækni líta á gripi sína og ástandsskoða, enda eins gott að allt sé í lagi þegar brunað er á hjóli um stræti borgarinnar.
Í flestum öðrum löndum Vestur-Evrópu, þ.ám. í Færeyjum, er mikil hefð fyrir keppni á götuhjólum og þótt sú frægasta sé Tour de France skipta keppnirnar mörgum hundruðum. Hér á landi er lítil hefð fyrir götuhjólreiðum en hún er hægt og bítandi að festast í sessi.
Magnús Bergsson var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 26. apríl 2010 og ræddi þar um "dogg" þríhjólið sitt, samgönguhjólreiðar og aðstæður hjólafólks til að hjóla úr borginni.
Í Sutton sem er eitt af úthverfum Lundúnaborgar hafa hjólreiðar aukist um 75% síðustu 3 ár með markvissum aðgerðum yfirvalda en ekki aðeins með dýrum framkvæmdum heldur er unnið í að breyta hugarfarinu og gefa fólki sjálfsöryggi á hjólunum. Íbúum er t.d. boðin ókeypis þjálfun í Hjólafærni. Einnig er fólki boðið upp á leiðir til að spara allt að helming af kaupverði nýs reiðhjóls.
Hluta af Laugavegi og Skólavörðustíg ásamt Bankastræti verður breytt í göngugötur um helgina í tilefni af HönnunarMars 2010 stöðumælum verður umbreytt í gerviblóm
Sesselja Traustadóttir kennari er áhugamaður um reiðhjólamenningu. Hún hefur skipulagt hópferðir með unglingum á vordögum upp í Bláfjöll og hlakkar mikið til. Hún býðst til að hjóla með 800 nemendur unglingadeilda og þegar hafa 200 skráð sig. {jathumbnail off}
Árni Davíðssson bloggaði fyrir skemmstu um nýja nálgun við merkingar ætlaðir hjólreiðamönnum, sem hann uppgötvaði :
"Við hin nýja Nauthólsveg, sem áður hét Hlíðarfótur, er eitthvað skrítið á seyði sem ekki hefur sést á Íslandi áður. Þar eru merktar á veginn til og frá Valssvæðinu stöðvunarlínur fyrir reiðhjól sem ná fram fyrir stöðvunarlínur fyrir bíla."
Í desember 2008 kom út ágæt skýrsla hjá Vegagerðinni sem ber nafnið: "Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana". Verkefni þetta er tilkomið vegna hugmynda um uppbyggingu samgöngunets hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og nýfenginnar heimildar Vegagerðarinnar til að veita fé til hjólreiðastíga.
Göngubrýrnar yfir Hringbraut í Reykjavík fengu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir að vera bæði frumlegt og vandað mannvirki. Nú er bara spurning hvort hjólreiðamenn veiti þessum brúm verðlaun næst? {jathumbnail off}
Laugardaginn 14. maí, 2005 kvartaði Víkverji Morgunblaðsins yfir nýrri gerð gatnamóta. Ekki var tekið tillit til óska um bættar hjólaleiðir yfir gatnamót og nú 2010 eru þessar grindur farnar að hamla umferð hjólandi fólks um borgina.
LHM hefur barist fyrir því að hjólreiðamenn fái að nota þær forgangsakreinar sem miklu skattfé almennings hefur verið varið í. Í dag eru aðeins skilti og merkingar sem segja til um hverjir mega nota þær en í þeim drögum að nýjum umferðarlögum sem sýndar voru í september 2009 var gert ráð fyrir að sveitafélög settu reglur um notkun þessara sérreina.
En hver var tilgangurinn með lagningu þessara forgangsakreina?
Þessi frétt fjallar um konu sem hjólaði í sakleysi sínu á hjólarein þegar ökumaður bifreiðar á næstu akrein ákvað skyndilega að beygja til hægri, gætti ekki að umferð á hjólareininni og af hlaust slys. Ótrúlegt en satt var hjólreiðamaðurinn sem slasaðist dæmdur í órétti þar sem merkingar hjólareinarinnar yfir gatnamótin þóttu ekki í samræmi við ákvæði sem skyldaði bílstjóra til að víkja fyrir hjólandi umferð á hjólareininni. {jathumbnail off}
Í borginni Greenville er unnið eftir hjólreiðaáætlun og þau hafa uppgvötvað það því fylgir efnahagslegur ávinningur og "grænt" orðspor laðar að fyrirtæki. Borgin hefur hlotið brons viðurkenningu Amerísku landssamtaka hjólreiðamanna og stefnir á enn betri einkun sem hjólavæn borg. Nýlega samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur hjólreiðaáætlun með háleit markmið og hver veit nema í framhaldinu verði viðsnúningur í aðstæðum til hjólreiða í Reykjavík.
Samkvæmt þessari frétt frá Ísrael stendur til að aflétta skyldunotkun reiðhjólahjálma að hluta til. Þetta er gert í ljós þeirrar reynslu að skyldunotkun reiðhjólahjálma elur á ótta, hún hræðir fólk frá því að nota hjólið til samgangna og í bílana með tilheyrandi aukningu í umferð einkabíla, aukinni mengun og slysum.
Ein ástæðan fyrir því að LHM er á móti því að notkun reiðhjólahjálma verði skylduð með lögum er sú að við teljum það engan glæp að hjóla án reiðhjólahjálms en í Dallas er fólk sektað og sent fyrir dómstóla fyrir það eitt að hjóla án reiðhjólahjálms.
Danir hafa reiknað það út að hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir samfélagið sem nemur 1,22 DKR á kílómetra en kostnaður samfélagsins af hverjum eknum kílómetra 0,69 DKR
Page 10 of 13