Göngubrýnar yfir Hringbraut verðlaunaðar

Göngubrýr yfir Njarðargötu og HringbrautGöngubrýrnar yfir Hringbraut í Reykjavík fengu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir að vera bæði frumlegt og vandað mannvirki. Nú er bara spurning hvort hjólreiðamenn veiti þessum brúm verðlaun næst? {jathumbnail off}

Sjá frétt hjá {japopup type="iframe" content=http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-19993/ width="1000" height="600" }Reykjavíkurborg{/japopup}

Göngubrýrnar yfir Hringbraut í Reykjavík fengu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir að vera bæði frumlegt og vandað mannvirki. Þetta var tilkynnt á ársfundi Steinsteypufélagsins í liðinni viku. Brýnar eru því mannvirki ársins gert úr steinsteypu. Verðlaunin voru veitt verkkaupa, hönnuði og framkvæmdaaðila sem var Reykjavíkurborg.

22 mannvirki voru tilnefnd til þessara nýju verðlauna sem veitt voru nú í febrúar. Skilyrði er að það mannvirki sem hlýtur viðurkenninguna sé til fyrirmyndar hvað hönnun og handverk varðar. Dómnefnd taldi brýnar á Hringbraut og Njarðargötu framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna og handverks. Viðurkenningarskjöldur verður festur á brýnar.

Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd borgarinnar ásamt Ámunda Brynjólfssyni skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu en forseti Íslands afhenti verðlaunin. Fulltrúar Vegagerðarinnar, arkitektanna á Stúdio Granda, hönnuða frá Eflu og verktakanna Háfells og Eyktar sem veittu einnig verðlaununum móttöku.


Einnig frétt hjá {japopup type="iframe" content="http://www.steinsteypufelag.is/2010/02/goengubrr_yfir_njarargoetu_og_1.html" width="1000" height="600" }Steinsteypufélagi Íslands{/japopup}

Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut

Mánudagur, 22. febrúar 2010

Á hinum árlega Steinsteypudegi sem haldinn var s.l. föstudag, afhenti forseti Íslands Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir framúrskarandi steinsteypt mannvirki frá síðustu fimm árum.

Á hinum árlega Steinsteypudegi sem haldinn var s.l. föstudag, afhenti forseti Íslands Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir framúrskarandi steinsteypt mannvirki frá síðustu fimm árum.

Alls bárust tilnefningar um 22 mannvirki frá ýmsum aðilum innan byggingageirans. Valið annaðist nefnd sem var skipuð fulltrúum Arkitektafélagsins, Verkfræðingafélagsins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Listaháskólans undir forystu Steinsteypufélagsins. Til grundvallar lá m.a. að mannvirkið væri framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna og handverks.

Af mörgum sérlega góðum tilnefningum sem bárust urðu göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut fyrir valinu. Bæði hönnun og handverk eru til fyrirmyndar og þykja þær því verðugar þessarar viðurkenningar.
Það voru fulltrúar verkkaupanna Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar, arkitektanna Studio Granda, verkfræðihönnuða frá Eflu og vektakanna Háfells og Eyktar sem veittu verðlaununum móttöku.

Það var að frumkvæði Dr. Ólafs H. Wallevik hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stjórn Steinsteypufélags Íslands ákvað að velja steinsteypt mannvirki ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Stefnt er að því að verðlaunin verði veitt árlega hér eftir.

Steinsteypuverðlaunin 2010 voru styrkt af Íbúðalánasjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.