Göngubrú og samgöngustígur í Mosfellsbæ

Göngubrú og samgöngustígur í MosfellsbæÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í dag 28. júní til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Vegamálastjóri minnti og á að göngubrúin væri umferðaröryggismál og þótt stundum mætti heyra annað þá væri Vegagerðin stöðugt að sinna umferðaröryggi, það væri ekki bara eitt af helstu markmiðum Vegagerðarinnar heldur líka keppikefli að vinna vel í þeim málaflokki.

 

Um göngubrúna:

Verkið felst í gerð göngubrúar yfir Hringveg, (Vesturlandsveg) við Krikahvefi í  Mosfellsbæ. Brúin er 60 m. löng með þrem millistöplum og stálstaurum til endanna og yfirbygging er eftirspennt steinsteypa. Í verkinu er einnig innifalin gerð göngustíga til að tengja mannvirkið við stígakerfi Mosfellsbæjar ásamt landmótun.  Verkið er unnið í samvinnu við Mosfellsbæ sem annaðist malbikun stíga og ýmsan umhverfisfrágang

Meira um brúna.

Um samgöngustíginn:

Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar þar sem hvor aðili um sig greiðir 50% kostnaðar. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar sem nú er verið að taka í notkun er um 1300 m langur samgöngustígur sem nær frá Litlaskógi við Hlíðartún og að Hamrahlíðarskógi. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda um verkið sem var Fagverk ehf. Mosfellsbær annaðist umsjón og eftirlit verkefnisins.

Mynd af stígnum.

Uppruni: www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2953

Göngubrú og samgöngustígur í Mosfellsbæ