Um göngubrúna:
Verkið felst í gerð göngubrúar yfir Hringveg, (Vesturlandsveg) við Krikahvefi í Mosfellsbæ. Brúin er 60 m. löng með þrem millistöplum og stálstaurum til endanna og yfirbygging er eftirspennt steinsteypa. Í verkinu er einnig innifalin gerð göngustíga til að tengja mannvirkið við stígakerfi Mosfellsbæjar ásamt landmótun. Verkið er unnið í samvinnu við Mosfellsbæ sem annaðist malbikun stíga og ýmsan umhverfisfrágang
Um samgöngustíginn:
Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar þar sem hvor aðili um sig greiðir 50% kostnaðar. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar sem nú er verið að taka í notkun er um 1300 m langur samgöngustígur sem nær frá Litlaskógi við Hlíðartún og að Hamrahlíðarskógi. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda um verkið sem var Fagverk ehf. Mosfellsbær annaðist umsjón og eftirlit verkefnisins.