Kynning á tillögunni:
Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa samþykkt að kynna sameiginlega tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog skv. 40. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti.
Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018. Óskað er eftir að ábendingar við vinnslutillöguna berist fyrir 20. júní 2018.
Bréf til LHM með útskrift úr gerðarbók skipulags- og samgönguráðs frá 2. maí varðandi Fossvogur brú.