Í kynningu ráðuneytisins segir:
Í janúar sl. birti ráðuneytið á vef stjórnarráðsins áform um þessa lagasetningu og frummat á áhrifum hennar í samræmi við nýtt verklag við gerð lagafrumvarpa. Var kallað eftir sjónarmiðum stofnana, hagsmunaaðila og einstaklinga á þeim áformum og áhrifamati. Margar ábendingar og athugasemdir bárust ráðuneytinu í kjölfarið. Í kjölfar þess samráðs birti ráðuneytið í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi sett upp í töflu, þ.e. einstök ákvæði og athugasemd í greinargerð voru sett upp samhliða í skjalinu. Gafst almenningi og hagsmunaaðilum tækifæri til að gera athugasemdir og breytingar með breytingarham en sérstakur dálkur var hugaður fyrir almennar athugasemdir. Alls bárust ráðuneytinu 52 umsagnir.
Samgönguráðuneytið birtir nú til umsagnar endurbætt drög sem taka mið af þeim sjónarmiðum sem komu fram í umsögnum hagsmunaaðila í fyrra samráði. Innihalda frumvarpsdrögin kafla í almennri greinargerð þar sem tíundaðar eru þær breytingar sem orðið hafa frá því að síðasta samráði lauk.