Tímamótasamningur um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga

GPM_0068Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs undirrituðu í dag samkomulag sem leggur grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.

Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við ákveðna hjólreiða- og göngustíga og byggir það á vegalögum og nýsamþykktum samgönguáætlunum. Gengið var frá samkomulagi um verkefni ársins 2012 sem eru Suðurlandsbraut (Hlemmur - Elliðaárósar) og á Vesturlandsvegi.

Samkomulag er um að fyrir 15. september verði ákveðið hvað mikið verður lagt í þessar framkvæmdir á árinu 2013 og lögð drög af verkefnum þess árs.

Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru sammála um að stefnt skuli að því að aðskilja hjólreiðar og bílaumferð á umferðarmiklum vegum þar sem umferðarhraði er að jafnaði mikill, þegar greið og örugg leið fyrir hjólaumferð hefur verið frágengin.

Skrifað var undir samkomulagið yst á Geirsnefi í Reykjavík þar sem settur verður upp áningarstaður í tengslum við hjóla- og göngustíg yfir Elliðaárósa. Vegamálastjóri og formaður borgarráðs komu af þessu tilefni hjólandi báðir tveir til undirritunarinnar.

Uppruni: www.vegagerdin.is og Fréttatilkynning Vegagerðarinnar



Fréttatilkynning Vegagerðarinnar:

Reykjavík 31. júlí 2012

Tímamótasamningur um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga

Reykjavíkurborg og Vegagerðin gengu í dag frá tímamótasamningi um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem Vegagerðin kemur að slíkum samningi við sveitarfélag og segir Dagur B. Eggertsson það vera mikið fagnaðarefni. ,,Markmiðið er að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg“, segir Dagur.

Með samningnum er skilgreint hvaða leiðir heyri til grunnkerfis en á þeim leiðum skiptist kostnaður við framkvæmdir til helminga. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður um 2 milljarðar króna, en þær hafa ekki verið endanlega tímasettar.

Stígarnir sem samkomulagið nær til eru allir hluti af skipulögðu stofnstígakerfi Reykjavíkurborgar og í samræmi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Mikil áhersla er lögð á umferðaröryggi og með samningnum er áréttuð sú stefna að aðskilja hjólreiðar og bílaumferð þar sem umferðarhraði er mikill.

Í ár er unnið við lagningu hjólreiða- og göngustígs frá Hlemmi og alla leið inn að Elliðarárósum þar sem hann mun tengjast nýjum brúm sem verða lagðar yfir Elliðarárósa í samræmi við samkeppni sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin stóðu sameiginlega að. Þeirri vinnu verður lokið á næsta ári. Þá er í gangi vinna við stíga meðfram Vesturlandsvegi, framhjá Keldum og að Mosfellsbæ. Þeirri stígalagningu líkur í ár.

Endanlegt val og tímasetningar á öðrum samstarfsverkefnum í stígagerð liggur ekki fyrir en eftirfarandi leiðir eru innan ramma samkomulagsins (sjá einnig kort):

  • Laugavegur (frá Hlemmi) – Suðurlandsbraut – Elliðarárósar
  • Vesturlandsvegur
  • Hringbraut
  • Bústaðavegur – frá Hringbraut að Kringlumýrarbraut
  • Kringlumýrarbraut
  • Reykjanesbraut – Breiðholtsbraut
  • Reykjanesbraut – Rafstöðvarvegur
  • Sævarhöfði – Gullinbrú
  • Suðurlandsvegur


Reykjavíkurborg mun leiða vinnu við stígagerðina í nánu samráði við Vegagerðina.

GPM_0038

vg-styrktir-stigar

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.