Fyrsta hjólreiðaáætlun Kópavogs samþykkt

Hjólaleiðir í KópavogBæjarstjórn Kópavogs samþykkti nýlega fyrstu hjólreiðaáætlun bæjarins. Samkvæmt henni stefnir Kópavogur að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta þannig að þær verði  aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti.

Það er ánægjulegt að sveitarfélag marki sér stefnu og setji sér markmið um að fjölga þeim sem hjóla enda er það frumforsenda þess að unnið sé markvisst að því að bæta aðstæður hjólandi. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.Til hamingju Kópavogsbær og gangi ykkur vel!

Hjólreiðaáætlun Kópavogs.

Hér má sjá frétt Kópavogsbæjar um samþykkt áætlunarinnar
http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/3308

 


 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.