Laugavegur opinn öllum nema bifreiðum

Gjaldmælar umbreytast í blómHluta af Laugavegi og Skólavörðustíg ásamt Bankastræti verður breytt í göngugötur um helgina í tilefni af HönnunarMars 2010 stöðumælum verður umbreytt í gerviblóm

Sjá frétt hjá Reykjavíkurborg: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-20364/


Hluta af Laugavegi og Skólavörðustíg ásamt Bankastræti verður breytt í göngugötur um helgina í tilefni af HönnunarMars 2010. Þetta er þáttur í Grænum skrefum í Reykjavík. Í sumar er ætlunin að nota öll þau tækifæri sem gefast til að gera miðborgina eftirsóknarverða fyrir gangandi.Hönnunarmiðstöðin og Félag íslenskra landslagsarkitekta óskaði í samráði við Bílastæðasjóð og Miðborgina okkar eftir þessari lokun um helgina. Markmiðið er meðal annars að vekja athygli á að fleiri en ökumenn geti notið miðborgarinnar. Gangandi vegfarendur geta nú lagt Laugaveginn undir sig og verða lausir við mengun, hávaða og hættu.

Bílastæðasjóður gaf leyfi til að umbreyta stöðumælum í gerviblóm á ákveðnu svæði í miðborginni. Blómainnsetningin endar við Lækjartorg þar sem blómabreiða verður mynduð á upphækkaða grasfletinum með lerkistaura í stað stöðumæla. Skilaboðin eru að bíllinn er of þurftafrekur í Reykjavík. Göturýmið má að mati landslagsarkitektana nýta betur sem dvalarsvæði fólks enda líta margir á Laugaveg og nágrenni sem menningarsvæði.

Blómin opnast á Lækjartorgi klukkan 17.00 við lúðraþyt. Verkið er hannað af Dagnýju Bjarnadóttur og framleitt í Hlutverkasetri fyrir Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Þau eru gerð úr endurunnu heyrúlluplasti.

Í hnotskurn: Laugavegi frá Smiðjustíg ásamt Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti og Bankastræti frá Ingólfsstræti verður lokað fyrir bílaumferð föstudaginn 19. mars frá kl. 16.00-19.00 og laugardaginn 20. mars frá kl. 10.00-17.00. Einnig verður Þingholtsstræti lokað við Amtmannsstíg. Gjaldskylda fellur ekki niður þótt stöðumælarnir verði blómlegir, þannig að ökumenn geta ekki nýtt stæðin á meðan lokun stendur yfir nema með því að borga.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.