Nokkur gatnamót í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu eru óhentug og varasöm fyrir hjólreiðamenn en í mörgum tilvikum væri hægt að laga þau verulega, oft með litlum tilkostnaði. Gallana í hönnun þessara gatnamóta má oftar en ekki rekja til þess að þau voru gerð fyrir bíla og að hluta til fyrir gangandi vegfarendur. Ekkert virðist hafa verið hugsað um að einhverjum kynni að detta í hug að hjóla.
Í október 2010 samþykkti ríkisstjórn Íslands aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun er hugsuð sem trúverðug leið til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Í henni kemur fram að ráðgert sé að Ísland dragi úr losun slíkra lofttegunda um 50-75 prósent til ársins 2050. Áætlunin inniheldur tíu lykilaðgerðir sem setja á í forgang til að mæta markmiðum íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og alþjóðlegum skuldbindingum til ársins 2020. Ein af þeim aðgerðum inniheldur meðal annars eflingu hjólreiða í íslenskum samgöngum. Þar er mælt með fjárfestingu í hjólreiðastígum, en sú fjárfesting er talin borga sig með sparnaði í eldsneytiskostnaði. Stígagerð er þó ekki eina tillagan, heldur telja höfundar áætlunarinnar einnig nauðsynlegt að stuðlað sé að átaki til að efla hjólreiðar, þar sem aukin fræðsla og lægri umferðarhraði í ákveðnum götum eru höfð að leiðarljósi.
Lénið Hjólavefsjá.is hefur legið niðri undanfarnar vikur og óvíst hvort það verði virkjað aftur en hægt er að nálgast sömu upplýsingar á vefnum http://ridethecity.com/iceland. enda vísaði lénið bara þangað.
Reykjavik.is/hjolavefsja vísar einnig á sama stað.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig gefið út kort af hjólaleiðum í tengslum við samgönguviku á hverju ári undanfarin ár.
„Þetta er vilji borgarinnar að þarna sé sett einstefna og lögreglustjórinn þarf svo að samþykkja það,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir nokkrum mánuðum setti Reykjavíkurborg upp einstefnumerki á Suðurgötu við gamla kirkjugarðinn í Reykjavík. Geir Jón segir borgina hafa farið út í þá aðgerð án þess að fyrir lægi samþykki lögreglustjóra.
„Reiðhjól eru öruggasta faratæki sem völ er á í borgarumferð á Íslandi,“ segir Páll Guðjónsson sem situr í laganefnd Landsamtaka hjólreiðarmanna. „Hér á landi hefur hjólreiðarmaður ekki látist í umferðinni í tólf ár. Þrátt fyrir það er sífellt verið að senda þau skilaboð að hjólreiðar séu hættulegar,“ segir Páll.
Mörg dæmi um gáleysislega notkun slíkra farartækja. Hluti þessara hjóla verða mögulega skoðunarskyld
Tveir lögreglumenn á reiðhjólum tóku ökumann vespu-bifhjóls úr umferð á Akureyri í nótt þar sem hann reyndist undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á Mýrarvegi við Kaupvang og var Vespumaðurinn sviftur ökuréttindum til bráðabirgða.
Lögreglumenn á Akureyri eru farnir að nota reiðhjól til eftirlits að næturlagi, enda heyra lögreglumenn þá betur til innbrotsþjófa, og þjófarnir heyra ekki lögregluna nálgast.
Götunum sem lokað var í miðbæ Reykjavíkur breytast úr ferðaleiðum í aðlaðandi staði samkvæmt rannsóknarhópnum Borghildi eins og kom fram í frétt Stöðvar 2. Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötuna Laugaveg í lok júní. „Athygli vakti að nokkrir rekstraraðilar sem voru á móti tilrauninni tóku sérstaklega fram að þetta myndi líklega ekki hafa neikvæð áhrif á þeirra eigin rekstur en að þeir væru engu að síður á móti tilrauninni til að sýna samhug með öðrum rekstraraðilum.“
Hin Þýsku landssamtök hjólreiðamanna (ADFC) gagnrýna tillögu Evrópuþingmannsins Dieter-Lebrecht Koch um að hjólandi vegfarendum verði gert skylt að klæðast endurskinsvestum. Tillagan er framlag þingmannsins í drögum að stefnu um umferðaröryggi í Evrópu árin 2011-2020. Að skylda notkun endurskinsvesta er ekki líklegt til að bæta öryggi hjólreiðamanna að áliti ADFC.
LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.
Það var mikill taugatitringur í bílaborginni Los Angeles þegar loka þurfti hraðbraut 405 meðan endurnýjuð var brú sem lá yfir hana. Það var spáð hamförum í líkingu við þær sem líst er í Biblíunni af úrtölumönnum sem töluðu um carmageddon sem er lagt út frá armageddon eða heimsenda.
Skálafell Bike Park opnaði formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann. Opið er frá 12 til 16 allar helgar.
„Það er ekki nóg að leggja fullt af nýjum hjólabrautum ef við höldum þeim sem fyrir eru ekki í góðu standi. Barnið í hjólakerrunni á að geta sofið rólegt á leiðinni og hjólreiðamenn eiga ekki að þurfa að sveigja framhjá holum og misfellum á leiðum sínum“, er haft eftir Andreas Røhl sem stýrir hjólreiðaáætlun Kaupmannahafnar.
Rykið hefur verið þurrkað af 30 ára gamalli áætlun um uppbyggingu hjólaleiða um þver og endilöng Bandaríkin.
Á sínum tíma voru aðeins kláraðar tvær leiðir en nú er búið að samþykkja sex nýjar leiðir og 42 ríki hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina.
Búið er að leggja tvær hjólabrautir í Skálafelli og laga stólalyftuna þannig að ekkert mál er að koma með hjól, fara upp með stólalyftunni og hjóla síðan niður af fjallinu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja að meirihlutinn í borginni, Besti flokkurinn og Samfylkingin, ætli aðeins að leggja 16% þeirra hjólastíga sem ákveðið hafði verið að leggja á árinu 2011.
Að skapa rými fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er lykilatriði þegar kemur að virkum og heilbrigður lífsstíl. Stjórnvöld í Wales hyggjast færa í lög lagaskyldu á sveita- og bæjarstjórnir að leggja til hjólaleiðir og gönguleiðir og viðhalda þeim líkt og verið hefur með götur og vegi. Þetta mun setja Wales í fremstu röð því þetta hefur hvergi verið leitt í lög áður samkvæmt þessari frétt frá Sustrans. Þetta er árangur fjögurra ára baráttu Cymru deildar Sustrans.
Page 5 of 13