Stærri hjólunum hefur fjölgað hratt og Einar segir þörf á að skerpa á ábyrgðartilfinningu í kring um notkun þessara ökutækja og sérstaklega á meðal foreldra. »Hvað sem líður reglum þarf fólk að hafa í huga að bannað er að reiða á þeim. Þá eru þau hljóðlaus en við þekkjum það að alvarleg slys hafa orðið þegar hjólreiðamenn rekast á gangandi vegfarendur.«