Þýskur stjórnsýsludómstóll fellir dóm um skyldunotkun hjólastiga

Beschilderung0112Þýskur ríkisstjórnsýsludómstóll dæmdi nýlega í máli sem fjallar um hvenær sveitarfélög mega setja upp boðmerki um skyldunotkun hjólastíga.  Dómurinn kveður á um að einungis sé leyfilegt að setja upp slík merki ef óvenju mikil hætta er á ferðinni. Leiðarljósið er að hjólandi eru ökumenn ökutækis og jafngildir bílstjórum með sömu réttindi á götunni. Þessi réttindi má aðeins skerða við óvenjulegar staðbundnar aðstæður sem valda hættu fyrir lif og heilsu vegfarenda. Til dæmis getur það verið vegna:
  • legu vegar
  • ástand vegar
  • veðurskilyrða
  • umferðarálags
  • slysa á veginum

Dómurinn vísar ennfremur í ritið „Hönnunarleiðbeininga fyrir hjólaumferðamannvirki“. Samkvæmt því er skyldunotkun hjólastiga utan þéttbýlis ónauðsynleg ef færri en 2500 ökutæki eru á dag og hámarkshraði er 70 km/klst jafnvel á vegum með skertri sjónvegalengd vegna sveigja.

Niðurstaða dómsins þýðir ekki að nú megi hunsa boðmerkin heldur að öll þýsk sveitafélög eigi að endurskoða hvern hjólastig fyrir sig. ADFC, Þýsku hjólreiðasamtökin, systurfélag LHM, ætlar að senda ráðherrum í Þýsku sambandslöndunum bréf til að hvetja til slikrar endurskoðunar. Dómurinn er svokallaður leiðandi dómur með fordæmisgildi, sem þýðir að héraðsdómar verða að taka tillit til þess ef sveitafélög verða kærð út af  hjólastig sem er notkunarskyldur.

Stjórnsýsludómstóllinn er æðsta dómstig í málinu, stefndi í málinu má aðeins vísa því til hæstaréttar, ef hann telur að niðurstaðan gangi gegn stjórnarskránni.


 

hjolbland1bland2

Myndir 1-3: Boðmerkin sem dómurinn fjallar um. Þessi merki banna hjólreiðarmönnum að hjóla á götunni í Þýskalandi en nýlegur stjórnsýsludómurinn kveður um að þau brjóti í bága við jafnræðisreglu í umferðinni nema við sérstakar aðstæður.

Þess má geta að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga gerði LHM athugasemdir við ákvæði sem er ætlað að skerða ferðafrelsi hjólreiðamanna með svipuðum hætti og þarna er fjallað um. Það á enn eftir að reyna á hvort stjórnvöld séu tilbúin til að hlusta á hjólreiðamenn þegar kemur að þeirri lagasetningu.


Frétt um málið á vef ADFC.

Frétt í Velonation, "Federal Court backs cyclists's rights in Germany".

Þýski dómurinn (á þýsku, pdf 87 kb).

Frétt á Fahrradportal hjá þýska samgönguráðuneytinu um nýja leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól.

Þýsku leiðbeiningarnar um hönnun fyrir reiðhjól hægt að panta.

{jathumbnail off}

Normal 0 false 21 false false false IS X-NONE X-NONE

120px-Zeichen_237.svg.png

120px-Zeichen_240.svg.png

120px-Zeichen_241-30.svg.png