ADFC er á móti skyldunotkun endurskinsvesta

EndurskinsvestiHin Þýsku landssamtök hjólreiðamanna (ADFC) gagnrýna tillögu Evrópuþingmannsins Dieter-Lebrecht Koch um að hjólandi vegfarendum verði gert skylt að klæðast endurskinsvestum. Tillagan er framlag þingmannsins í drögum að stefnu um umferðaröryggi í Evrópu árin 2011-2020. Að skylda notkun endurskinsvesta er ekki líklegt til að bæta öryggi hjólreiðamanna að áliti ADFC.

LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.

Með skyldu yrði allri ábyrgð af öryggi hjólreiðamanna velt yfir á þá. Réttara er að gera bílstjóra sem valda hættunni í umferðinni meðábyrga fyrir öryggi annara vegfarenda. ADFC telur því lagalega skyldu til notkunar endurskinsvesta vera sýndarlausn. Slík skylda myndi almennt skerða frelsi fólks til athafna og íþyngja hjólreiðum óeðlilega mikið. Það gæti leitt til þess að færri myndu kjósa að hjóla, þar af leiðandi gæti áhætta hvers einstaks hjólreiðamanns aukast.

ADFC leggur til að EB einbeiti sér að öðrum atriðum í sambandi við öryggi hjólreiða:

  • Að móta og samræma reglur á Evrópuvísu varðandi ljósabúnað og endurskinsmerki reiðhjóla.
  • Að veita styrki til að þróa loftpúða framan á bílum til verndar fótgangandi og hjólandi.
  • Innleiddur verði skynjarabúnaðar í vörubíla sem lækkar sjálfkrafa hraðann þegar kerfið tekur eftir gangandi og hjólandi vegfarendum.

LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.

LHM hefur lagst gegn ákvæðum í frumvarpi til umferðarlaga sem myndi heimila ráðherra að setja reglur um öryggis og verndarbúnað hjólreiðamanna og annarra óvarinna vegfarenda, eins og það er orðað. Í skýringum með frumvarpinu er það útskýrt þannig: „...svo og um endurskinsfatnað og annan búnað til að gera gangandi og hjólandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni og um kröfur til slíks búnaðar.“

Það eru í gildi ágætar reglur um ljósa- og endurskinsbúnað reiðhjóla. Af einhverjum dularfullum ástæðum heykjast yfirvöld á því að reyna að framfylgja núgildandi reglum með öflugri fræðslu eða eftirliti eða útfærslu á reglum í sambandi við sölu reiðhjóla en vilja þess í stað setja nýjar og óþarfar reglur um meiri endurskinsbúnað einstaklinga sem nota hjólin.
Yfirvöldum væri nær að reyna að framfylgja núverandi reglum.


Fréttin úr Radwelt tímariti ADFC 2/2011 (á þýsku)

Meira um útiloftpúða (á ensku úr: Vogelvrije Fietser, magazine of the Dutch Cyclists’ Union)

Drög að umferðaröryggisstefnu EB  (sjá lið 38 á bls. 8):

Grein um öryggisbúnað í farartækjum, sem greinir gangandi vegfarendur.

Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla, nr 57/1994.

Frumvarp til umferðarlaga, 495. mál, 139. löggjafarþingi.

Umsögn LHM við frumvarp til umferðarlaga mars 2011.

Meira um útiloftpúða (á ensku)

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.