Net hjólaleiða um Bandaríkin

Ryfull_1308612675USBRSCorridorMapkið hefur verið þurrkað af 30 ára gamalli áætlun um uppbyggingu hjólaleiða um þver og endilöng Bandaríkin.
Á sínum tíma voru aðeins kláraðar tvær leiðir en nú er búið að samþykkja sex nýjar leiðir og 42 ríki hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina.


Margir þekkja Eurovelo netið sem liggur um Evrópu þvera og endilanga og margir íslendingar hafa ferðast eftir þeim leiðum. Það verður gaman að hjóla um Bandaríkin á sama hátt.

Lesið fréttina hér:
http://www.ecogeek.org/efficiency/3541
http://www.good.is/post/america-s-reviving-its-highway-system-for-cyclists

Meira um Eurovelo hér: http://www.ecf.com/14_1

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.