Brunað niður Skálafell á hjóli

frettabladid-110719aSkálafell Bike Park opnaði formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann. Opið er frá 12 til 16 allar helgar.

 „Þetta er gert víða á skíðasvæðum erlendis með góðum árangri,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla. Hjólreiðavangurinn var prufukeyrður í ágúst í fyrra en þeir sem ruddu brautina, í bókstaflegri merkingu, voru athafna- og áhugamenn um fjallahjólreiðar í nánu samstarfi við ÍTR og Reykjavíkurborg. „Í fyrra vorum við með eina 2,9 kílómetra braut en núna höfum við bætt annarri rúmlega fjögurra kílómetra við. Hún er léttari en sú fyrri, sem er nokkuð brött og búin stökkpöllum, og hentar svæðið því orðið öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Þá er kominn nýr mótor í lyftuna svo hún er bæði snarpari og öruggari,“ segir Einar.

Brautirnar, sem eru ætlaðar hvers kyns reiðhjólum, hafa báðar verið rakaðar og grjóthreinsaðar og aðstæður því eins og best verður á kosið. En hvernig kemst fólk upp    með hjólin sín? „Við höfum smíðað króka á sætin sem við hengjum þau á. Við hægjum svo á lyftunni þegar upp er komið og fólk kippir hjólunum einfaldlega af með einu handtaki.“ Einar segir um að ræða ómælda skemmtun og að fólk fari aftur og aftur. „Ég er nú alinn upp á mótorkrosshjólum og hef hingað til kosið vélknúin farartæki. Ég hefði því ekki trúað því hvað þetta er skemmtilegt.“ Hann segir möguleikana á svæðinu óþrjótandi og að aðstaðan nýtist göngufólki ekki síður. „Það er hægt að nýta sér lyftuna og ganga frá lyftutoppi upp á topp Skálafells og þaðan er um ótal leiðir að velja. Kjósin, Esjan, Móskarðshnúkar og Laufskörð svo eitthvað sé nefnt. Svo er alltaf hægt að taka lyftuna niður aftur. Til viðbótar stendur til að kortleggja og lagfæra ýmsa slóða sem liggja frá Skálafelli sem væri þá hægt að hjóla.“


 

Myndatextar:
Brunið niður brautirnar tvær þykir mikil skemmtun. Önnur er með góðum beygjum og hentar byrjendum en hin er fyrir lengra komna. Helgina eftir verslunarmannahelgi verður fjölskyldudagur á svæðinu með pulsupartíi og tilheyrandi. Mynd/Bob van Duin

Dagpassi kostar 2.000 krónur en stök ferð er á 500. Mynd/Bob van Duin

Einar segir svæðið bjóða upp á mikla möguleika. Fréttablaðið/Stefán
frettabladid-110719b

 

frettabladid-110719c

Umjöllun í Fréttablaðinu / Allt 19 júlí 2011: http://vefblod.visir.is/index.php?s=5227&p=115609

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.