Stöð 2 var með góða umfjöllun um þetta sem má sjá hér.
Elvar Örn Reynisson tók þetta myndband frá deginum sem sýnir vel hluta af því sem þarna er í boði.
Frétt á ÍTR.is: http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3695/2284_read-22427/
Hjólreiðavangur í Skálafelli
Þann 8. ágúst n.k. verður opnaður í Skálafelli fyrsti hjólreiðavangur á Íslandi. Um er að ræða 3 km langa fjallahjólabraut, Dirt-Jump braut og BMX stökkpallur.
Lyftur í Skálafelli verða opnar til að ferja hjólreiðamenn upp á topp en öllum er frjálst að nýta sér lyfturnar til að komast upp á topp til að ganga eða njóta útsýnis. Greiða þarf í lyfturnar.
Þá stendur einnig til að lagfæra slóða sem liggja frá svæðinu til að auðvelda hjólreiðamönnum að hjóla niður í Kollafjörð, yfir í Heiðmörk, í Kjós og á Þingvelli.
Svæðið verður opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.
Nánari upplýsingar á www.tinyurl.com/skalafell