Hugmyndin er að gera Skálafellið að hjólamiðstöð

frettabladid100804-magnekvamÍ Fréttablaðinu 4. ágúst var umfjöllun um væntanlegan hjólreiðavang í Skálafelli sem opnar nú um helgina. Skálafell Bike Park er einnig á Facebook og á hjolandi.net er frétt um að strax um aðra helgi laugardaginn 14. ágúst fari fram keppni í fjallabruni í Skálafelli

 


Lygilega stór hjólahópur

Skref í þá átt að gera Skálafell að hjólreiðamiðstöð verður stigið um næstu helgi þegar þar verður opnuð þriggja kílómetra fjallahjólreiðabraut á fyrsta hjólreiðavangi Íslands. Brautarlagningin hófst í síðustu viku.
"Við byrjuðum að leggja brautina á mánudaginn í síðustu viku og það gengur bara rosalega vel," segir Ormur Arnarson sem undirbýr opnun fyrsta fjallahjólreiðavangs Íslands á skíðasv
"Við byrjuðum að leggja brautina á mánudaginn í síðustu viku og það gengur bara rosalega vel," segir Ormur Arnarson sem undirbýr opnun fyrsta fjallahjólreiðavangs Íslands á skíðasvæðinu í Skálafelli. Hjólreiðavangurinn verður formlega opnaður á sunnudaginn. 

"Þetta er tilraunaverkefni af hálfu ÍTR og borgarinnar en ef þetta gengur vel geri ég ráð fyrir að það verði haldið áfram að bæta við aðstöðuna," segir Ormur en ein braut hefur verið gerð sem er hátt í þrír kílómetrar að lengd með 350 metra fallhæð.

"Hugmyndin er að gera Skálafellið að hjólamiðstöð," segir Ormur og bætir við að lagfæra eigi gamla stíga og leiðir sem þegar séu til á svæðinu í kring. "Opnun brunbrautarinnar er fyrsti liðurinn í þessu verkefni. Við reynum að hafa brautina þannig að hún henti sem flestum. Við gerum ráð fyrir að menn með mismunandi hæfileika eða tækni geti farið þarna niður og þar sem eru erfiðari staðir verður alls staðar hægt að sveigja fram hjá þeim."

Að sögn Orms er töluvert um svokallaða hjólreiðavanga erlendis. "Þetta eru hjólreiðavangar sem eru sérhannaðir fyrir fjallahjól. Oft er þetta á skíðasvæðunum því skíðalyfturnar standa óhreyfðar yfir sumartímann. Hugmyndin er að nota þennan útbúnað og fara með hjólreiðamenn upp á topp og leyfa þeim svo að renna sér niður fjallið á þar til gerðum brautum."

Eru margir sem munu nýta sér þessa braut? "Ég held að það sé alveg lygilega stór hópur sem er í fjallahjólreiðum. Hjólreiðar eru alltaf að aukast," útskýrir Ormur og heldur áfram: "Og þegar aðstaða er til staðar þá fer fólk af stað til að nýta sér hana. Góð aðstaða hvetur til hjólreiða."

Ormur segir hjólreiðavanginn góða viðbót við ferðaþjónustu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. "Allt í einu er kominn grundvöllur fyrir hjólaleigur og hjólaferðir með leiðsögn eða að menn bara fari í fjallið og leiki sér þar."

Dagspassi í lyfturnar mun vera á svipuðu verði og í skíðalyftur yfir vetrartímann. Nánari upplýsingar má finna á www.tinyurl.com/skalafell

Fréttablaðið miðvikudagur 04.ágúst 2010. Skoða blaðið, greinin er á bls 24 í skjalinu: PDF

 

frettabladid100804-bikepark

Ormur Arnarson-visir

Plaggat