Skálafell: Hjólreiðavangur á heimsmælikvarða

2975909554_1e0709e1201Nú vita sumir en aðrir ekki að verið hefur undanfarna mánuði lagt mikla vinnu í að koma á hjólreiðasvæði í Skálafelli, en það er algjörlega vannýtt svæði sem er fullkomið í svokallað "bikepark", fyrirbæri sem er að verða æ vinsælla í evrópu og restinni af heiminum.

Þetta er allt að smella en eins og með svo margt annað þá veltur þetta allt á þeim sem stunda þetta, fólkinu sem hefur áhuga á þessu og vill leggja sitt af mörkum til að virkja hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Það getur enginn neitað því að svæði eins og þetta væri algjör draumur ef þetta kæmist í framkvæmd.



Um er að ræða svæði þar sem áhugamenn og konur um fjallabrun, freeride, dirt jump og jafnvel (loksins loksins) 4-cross, geta stundað þessa frábæru íþrótt á mun skemmtilegri hátt en áður, en það vita flestir að okkur bráðvantar fleiri svæði til að geta leikið okkur í.


Þessi frétt er ætluð sem kynning á þessarri áætlun, og vona ég að þetta vekji menn til umhugsunar og áhuga um þetta mál. Meðfylgjandi er skýrsla sem fjallar ítarlega og bara rosalega vel um málið og viðauki við hana sem gerður var á dögunum.

Ég hvet alla til að lesa þetta í gegn, þetta er frábær lesning fyrir alla metnaðarfulla hjólara !!

Skýrslan sjálf á PDF-formi
Viðaukinn við skýrsluna, fjallar einkum um brunbrautir

Hægri smellið svo til að vista þetta!

Ingvar Ómarsson

Frétt af hjólandi.net: http://hjolandi.net/index.php?p=news&a=54

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.