Hjólamenn héldu lengstu hjólreiðakeppni ársins á Snæfellsnesi í dag. 8 keppendur hófu leik en Sigurgeir Agnarsson sigraði með sjónarmun eftir að hafa barist við vindinn og óslétt malbik í rúma fimm tíma. Hann hjólaði lengst af með Gísla Karel, Hlöðveri og Gunnlaugi en á endanum voru það hann og Gunnlaugur sem hjóluðu saman yfir Vatnaleiðina og reyndu báðir að rykkja frá hinum en þar sem bæði óslétt malbik og vindurinn höfðu tekið sinn toll voru árásirnar fremur af vilja en mætti. Það endaði því á endasprett milli þeirra sem Sigurgeir vann með rúmum 5 sentimetrum. Hlöðver Sigurðsson kom svo í mark tæpum 5 mínútum á eftir þeim félögum og Gísli Karel Elísson sem lengst af hjólaði í fremsta hóp varð fjórði rúmum 18 mínútum á eftir fyrsta manni.
Vindur var keppendum fremur óhagstæður, fyrst hliðarvindur úr norðri á sunnanverðu nesinu og svo vindur ská á móti á nesinu norðanverðu. Hjólmenn buðu keppendum uppá pastasalat þegar í mark var komið og Innnes uppá hinn sívinsæla Capri-Sonne drykk og Corny heilsustangir.
Úrslit
Myndir
Sérstakar þakkir:
Emil Þór Guðmundsson
Valgerður Halldórsdóttir
Arnaldur Gylfason
Vegamót
Lögreglan í Stykkishólmi
Innnes
Kriacycles
Sigurgeir
Frétt af hjólamenn.is