Opið meðan veður leyfir
Magne Kvam, hönnuður brautarinnar, er ánægður með aðsóknina á opnunardaginn. "Aðsóknin var æðisleg og fram úr öllum vonum. Við seldum um 150 passa í lyfturnar. Svo var frábært veður þannig að þetta var mjög vel heppnað." Magne segir að hjólagarðurinn verði opinn eins lengi og veður leyfi og fólk mæti. Hjólagarpar geti keypt dagspassa á 2.000 kr. eða borgað 500 kr. fyrir staka ferð, þá hvort sem er til að hjóla niður eða ganga.
Magne er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hefur hjólað mikið erlendis, t.a.m. í Ölpunum. "Það er orðið mjög algengt í Evrópu og Skandinavíu að skíðasvæðum sé breytt í hjólasvæði á sumrin," segir hann.
Frétt í Morgunblaðinu 9. ágúst 2010