Út er komin skýrsla á Skemmunni eftir Huldu Dagmar Magnúsdóttur um nemendaverkefni hennar í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands um hegðun fólks á bílaplönum, sem er partur af bílamenningunni í Reykjavík. Salvör Jónsdóttir og Guðrún Gísladóttir voru leiðbeinendur.
Út er komin skýrsla eftir Eirík Ástvald Magnússon um nemendaverkefni hans í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands um lagningu hjólastígs frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur. Guðmundur Freyr Úlfarsson og Hörður Bjarnason voru leiðbeinendur.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 14. febrúar 2014 birtist eftirfarandi frétt.:
Hjólastígar fyrir hálfan milljarð
Í ár verða lagðir hjólastígar í Reykjavík fyrir um hálfan milljarð króna. Sérstök áætlun um þessar aðgerðir var samþykkt í borgarráði í gær og tekur hún bæði til nýrra hjólastíga sem endurbóta á eldri stígum út frá öryggissjónarmiðum og bættu aðgengi.
Á heimasíðu Landspítalans birtist eftirfarandi frétt 5. febrúar 2014:
Landspítali boðar á upphafsdegi Lífshlaupsins 2014, 5. febrúar, að taka upp skattfrjálsa samgöngustyrki í vor.
Í Monítor fylgiblaði Morgunblaðsins er sagt frá hjólreiðakeppninni RIG:Uphill Duel, sem verður haldin neðst á Skólavörðurstíg n.k. föstudag 23. janúar 2014 kl. 19. Rætt er við Óskar og Ingvar Ómarssyni og David Robertson um keppnina í Monitor. LHM hvetur fólk til að fylgjast með spennandi keppni á föstudaginn.
Á vef Reykjavíkurborgar birtist eftirfarandi frétt fimmtudaginn, 9. janúar 2014:
Þrjú tonn af sandi ... og gott betur
„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.
Á heimasíðu Fjarðarbyggðar er komin fram tillaga um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 35 km hámarkshraði verði megin regla í þéttbýli í Fjarðarbyggð. Kynningin á heimasíðunni er eftirfarandi:
Á Vísir.is er eftirfarandi frétt um hugsanlegan hjólreiðastíg ofan á jarðstreng milli Selfoss og Þorlákshafnar:
Hjóla ofan á raflínu í Ölfusi
Skipulagsnefnd Ölfuss segir að nýta eigi legu jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar undir hjólreiðastíg. Árborg hefur sömu áform.
Eftirfarandi frétt birtist á vef Reykjavíkurborgar 15. júlí 2013.
Enn batnar hjóla- og göngustígakerfið í Reykjavík. Hjóla- og göngustígur hefur verið lagður í gegnum Svartaskóg í Fossvogsdal. Stígurinn nýi liggur frá innkeyrslu Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar að núverandi stíg austan svæðisins. Göngu- og hjólastígar eru aðskildir á þessum 300 metra langa kafla eins og víðast í Fossvogsdal.
Á vef Reykjavíkurborgar birtust eftirandi fréttir í júní:
Frétt 04.06.2013
Meiri gróður, nýjar gangstéttir beggja vegna götunnar, nýir ljósastaurar, hjólastígar og miðeyjar í götu til að auka öryggi gangandi vegfarenda eru meðal breytinga sem gerðar verða á Borgartúni í sumar. Eftir framkvæmdirnar mun Borgartúnið verða falleg nútímaleg borgargata, segir Davíð Baldursson verkefnisstjóri.
Á vef Reykjavíkurborgar 8. október birtist eftirfarandi frétt:
Trjágróður sem vex út á stíga tefur för snjóruðningstækja og í gegnum árin hefur komið fyrir að stígum hafi verið sleppt úr til að valda ekki tjóni á tækjum og hættu á slysum. Þá eru dæmi um að ljós hafa brotnað af tækjunum með tilheyrandi kostnaði.
Frétt á vef Reykjavíkurborgar fjallaði um opnun hjóla- og göngubrúnna yfir Elliðaárósa í Samgönguviku 2013:
Margir komu saman og glöddust þegar nýjar brýr yfir Elliðaárósa voru formlega opnaðar í dag. Nýja göngu- og hjólaleiðin er mikil samgöngubót, hún er greiðfær, örugg með aðskilda stíga og styttir leiðina milli Grafarvogs og miðborgar um 0,7 km. Þá er leiðin upplýst með lýsingu í brúarhandriðum og lágum ljósapollum á stíg milli brúnna. Stígurinn er ásamt öðrum stofnstígum í forgangi þegar kemur að snjóhreinsun og hálkuvörnum í vetur.
Búið er að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Egilshöll yfir að Korputorgi. Þá hefur ný brú verið smíðuð yfir Korpu. Þetta auðveldar íbúum Staðahverfis í Grafarvogi að komast gangandi og hjólandi að verslunarmiðstöðinni auk þess sem stígurinn opnar mikla möguleika til útivistar á svæðinu. Stígurinn er upplýstur. Verkefnið var kosið af íbúum í Grafarvogi í hverfiskosningum árið 2012 og kostaði 12 milljónir. Þetta kom fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar 28. október.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 23. október 2013 er sagt frá nýjum göngu og hjólreiðastíg meðfram Gufuneskirkjugarði.:
Nýr göngu- og hjólastígur meðfram Gufuneskirkjugarði
Malbikun er nú lokið við nýjan göngu- og hjólastíg meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgaveg. Frágangur er að mestu eftir en verkinu á að verða lokið að mestu í byrjun nóvember. Verkefnið var kosið af íbúum Grafarvogs í rafrænum íbúakosningum vegna Betri hverfa á þessu ári. Kostnaður við verkefnið er 14 milljónir.
16. nóvember 2012 birtist tilkynning á vef Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsingu á gerð göngu- og hjólastígs frá Hrafnagili að Akureyri.:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi stíga frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar. Ætlunin er að breyta gönguleið GL-1 og reiðleið HL-1 þannig að stígarnir verða færðir saman, nær þjóðvegi og langhalli minnkaður á þeim. Skipulagslýsinguna má sjá með því að smella hér, en hún liggur einnig frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar til 30. nóv.
Í Vikudegi á Akureyri er frétt 23. október um nýjan göngu- og hjólreiðastíg á Akureyri.:
Nýr göngu- og hjólastígur á Akureyri
Nýr 400 metra göngu- og hjólastígur meðfram Glerá, á milli Hjalteyrargötu og Hörgárbrautar hefur verið lagður. Á næsta ári á svo að gera stig niður að sjó og norður i Sandgerðisbót.
Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.
Ný brú yfir Fossvog yrði góð samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Aðeins tæki fimm mínútur að ganga yfir brúna en núna leggja vegfarendur lykkju á leið sína fyrir Fossvoginn en umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um botn Fossvogs er um 500 til 1000 á dag og fer vaxandi.
Á hinni nýju hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám verða sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk á sex stöðum. Í fyrramálið kl. 10:00, miðvikudaginn 27. febrúar, verða ljósin yfir Sæbraut við Súðarvog gangsett. Á þeim stað hefur verið komið fyrir skynjurum sem kalla eftir þörfum á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk sem er á leið þvert yfir Sæbrautina.
Þegar svartasta skammdegið hörfaði birtist nýmalbikaður og upplýstur stígur frá Setbergshverfi í Hafnarfirði inn í Kauptún í Garðabæ. Stígurinn tengist stíg þvert yfir Garðahraun að Flatahverfi. Þarna er því orðinn til 2,3 km samfelldur kafli sem fer einungis yfir eina götu við mislæg gatnamót við Urriðaholt. Landslag hefur unnið að stígaskipulagi í Garðabæ og tekur nú þátt í að undirbúa næstu áfanga.
Page 3 of 13