Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni, sem er teiknuð með rauðum lit á kortið hér að neðan.
Horft á brúnna af austurbakka Korpu eða Úlfarsár eins og áin heitir líka.
Búið er að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Egilshöll yfir að Korputorgi. Þá hefur ný brú verið smíðuð yfir Korpu. Þetta auðveldar íbúum Staðahverfis í Grafarvogi að komast gangandi og hjólandi að verslunarmiðstöðinni auk þess sem stígurinn opnar mikla möguleika til útivistar á svæðinu. Stígurinn er upplýstur. Verkefnið var kosið af íbúum í Grafarvogi í hverfiskosningum árið 2012 og kostaði 12 milljónir. Þetta kom fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar 28. október.
Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni, sem er teiknuð með rauðum lit á kortið hér að neðan.
Horft á brúnna af austurbakka Korpu eða Úlfarsár eins og áin heitir líka.