Hjólreiðar eru alvöru valkostur

Frétt á vef Reykjavíkurborgar fjallaði um opnun hjóla- og göngubrúnna yfir Elliðaárósa í Samgönguviku 2013:

Margir komu saman og glöddust þegar nýjar brýr yfir Elliðaárósa voru formlega opnaðar í dag.  Nýja göngu- og hjólaleiðin er mikil samgöngubót, hún er greiðfær, örugg með aðskilda stíga og styttir leiðina milli Grafarvogs og miðborgar um 0,7 km.    Þá er leiðin upplýst með lýsingu í brúarhandriðum og lágum ljósapollum á stíg milli brúnna.  Stígurinn er ásamt öðrum stofnstígum í forgangi þegar kemur að snjóhreinsun og hálkuvörnum í vetur.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opnuðu nýju hjóla- og gönguleiðina formlega.   Verkefnið er hluti af sameiginlegu átaki Reykjavíkurborgar og Vegagerðar í  gerð hjóla- og göngustíga, en fyrir ári síðan undirrituðu Dagur og Hreinn tímamótasamning þess efnis.  Annað verkefni sem var hluti af því samkomulagi er hjólaleiðin meðfram Suðurlandsbraut og komu margir þátttakendur hjólandi þá leið frá Hlemmi.  
 
„Hjólreiðar eru að stimpla sig inn sem alvöru valkostur í samgöngumálum í Reykjavík. Þessar nýju brýr eru frábærar fyrir Bryggjuhverfið, frábærar fyrir Grafarvog, frábærar fyrir Vogahverfið og frábærar fyrir Reykjavík. Þetta eru tímamót fyrir alla sem ganga,hlaupa,  hjóla, njóta útivistar og hreyfa sig í borginni“, sagði Dagur í ávarpi sínu.
 
Það var vel viðeigandi að opna göngu- og hjólaleiðina nú í hinni árvissu Samgönguviku, en markmiðið með henni er að vekja til umhugsunar um ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Nýja göngu- og hjólaleiðin var strax í morgun mikil hvatning til hjólreiða, göngu og hlaupa, eins og sjá mátti á þeim góða hópi sem mætti.
 
Mikil framkvæmd
 
Nýju göngu- og hjólabrýrnar  byggja á vinningstillögu samkeppni sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin efndu til í desember 2011 í samvinnu við félög arkitekta og verkfræðinga.  
 
Burðarvirki brúnna  vekur athygli en það er 18 metra hár þríhyrndur píramídi með skástögum í brúargólfið.  Brúargólfin sem hanga í burðarvirkinu eru 36 metra löng með burðargrind úr stálbitum og holplötum með  steyptu lagi.  Við vesturkvíslina var sett landfylling til að stytta brúarhafið. Brýrnar eru 4,5 metra breiðar.
 
Auk brúnna var lagður göngu- og hjólastígur milli þeirra yfir norðurenda Geirsnefs, auk tenginga við núverandi  stígakerfi. Stígarnir sem liggja að brúnum eru tvískiptir, annars vegar 3,0 metra breiður göngustígur og hins vegar 2,5 metra breiður hjólastígur með graseyju á milli.  
 
Hönnunar og framkvæmdakostnaður var 250 milljónir króna og skiptist hann jafnt á milli Vegagerðar og Reykjavíkurborgar.

 

Tengdar fréttir:
 
Ánægja með nýtt kennileiti á Geirsnefi
Tímamótasamningur um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga
 
Tengt efni:
 
Tækniblað Umhverfis- og skipulagssviðs: Göngu og hjólabrýr yfir Elliðaárósa      
Upplýsingasíða í framkvæmdasjá:  Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa

 

Morgunblaðið fjallaði einnig um opnun brúnna í frétt.

 

Hér er Openstreetmap.org uppdráttur af tengingunni sem er teiknuð með grænum lit á kortið hér að neðan. Leiðin úr Grafarvogi niður í bæ styttist um 700 m aðra leið eða um tæpa 1,5 km fram og tilbaka.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hópmynd hjá brúnum, sem er tekin í laugardagsferð frá Hlemmi í október núna í haust.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd tekin af brúnum í desember 2013. Hjólreiðamaðaru geystist framhjá með góð ljós.

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.