Hjólreiðastígur milli Selfoss og Þorlákshafnar?

Á Vísir.is er eftirfarandi frétt um hugsanlegan hjólreiðastíg ofan á jarðstreng milli Selfoss og Þorlákshafnar:

Hjóla ofan á raflínu í Ölfusi

Skipulagsnefnd Ölfuss segir að nýta eigi legu jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar undir hjólreiðastíg. Árborg hefur sömu áform.

Vegna kostnaðar hyggst Landsnet leggja jarðstrenginn í sandinn en ekki meðfram þjóðveginum eins og Ölfus óskar eftir og gerir ekki ráð fyrir hjólreiðastíg.

„Lega jarðstrengsins verði nýtt fyrir hjólreiðastíg, óháð því hvort farið er um sandinn eða meðfram þjóðveginum,“ segir skipulagsnefndin og bendir á að í framtíðinni kunni skipulagi svæðisins að verða breytt. Þurfi þá að flytja jarðstrenginn verði það gert á kostnað Landsnets.

„Svæðið sem leggja á jarðstrenginn eftir yfir sandinn er á viðkvæmu svæði þar sem mikil hætta er á sandfoki. Undanfarin ár hefur verið unnið að landgræðslu á svæðinu og sandurinn bundinn til varnar sandfoki. Við framkvæmdina skal þess gætt að rof í jarðveg verði ekki til þess að sandfok geti aukist,“ segir skipulagsnefndin sem vill að skoðað verði að breyta rafmagnslínu í lofti frá Skötubót að Hafinu Bláa í jarðstreng.


Þetta mál verður athugað betur og frekari fréttir fluttar hér síðar.

Myndin hér að neðan sýnir þann radíus sem má hjóla út frá miðju Þorlákshafnar á um 6 mínútum en tengist ekki efni fréttarinnar að öðru leyti.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.