Á áningarstað við stíginn smíðuðu starfsmenn Útmerkur bekki og borð úr hluta af þeim trjám sem felld voru vegna stígagerðarinnar. Nokkuð mun birta yfir Svartaskógi bæði vegna grisjunar og einnig verður er leiðin upplýst með 10 ljósastaurum.
Einnig hefur verið lagður nýr stígur frá enda Árlands inn á núverandi göngu- og hjólastíga austan Ræktunarstöðvar. Sá stígur er 2,5 m breiður og lengd um 40 metrar.
Nánari upplýsingar um framkvæmdina er að finna á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá >>> Hjóla- og göngustígur við ræktunarstöð í Fossvogi