Hjólastígar fyrir hálfan milljarð

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 14. febrúar 2014 birtist eftirfarandi frétt.:

Hjólastígar fyrir hálfan milljarð

Í ár verða lagðir hjólastígar í Reykjavík fyrir um hálfan milljarð króna. Sérstök áætlun um þessar aðgerðir var samþykkt í borgarráði í gær og tekur hún bæði til nýrra hjólastíga sem endurbóta á eldri stígum út frá öryggissjónarmiðum og bættu aðgengi.

Betri og öruggari stofnstígar

Fyrst er að telja stofnstíga sem unnið er að í samvinnu við Vegagerðina. Þar eru bæði nýir stígar og endurbætur á eldri stígum þar sem áhersla er lögð á að skilja að gangandi umferð og hjólandi.

    Nýr hjólastígur kemur í Öskjuhlíð frá Flugvallarvegi að HR samhliða göngustíg sem verður lagfærður á nokkrum köflum. Einnig kemur ný þverun yfir Flugvallaveg ásamt breikkun miðeyju og hraðahindrun.
    Meðfram Kringlumýrarbraut kemur nýr hjólastígur á tveimur stöðum. Annars vegar  frá syðri enda Suðurhlíðar upp fyrir Sléttuveg og hins vegar á kaflanum frá Laugavegi að Sóltúni.
    Á hinni fjölförnu leið meðfram Sæbraut frá Faxagötu að Kringlumýrarbraut kemur nýr hjólastígur og gangandi fá eldri stíginn allan fyrir sig.
    Þá verður hjólasstígur við Sævarhöfða endurbættur að Gullinbrú.

Kostnaður við ofangreind verkefni er áætlaður um 275 milljónir króna og þar sem þeir eru hluti af stofnstígakerfinu skiptist kostnaður til helminga milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar.

Hjólastígar samhliða endurnýjun gönguleiða

Einnig er gert ráð fyrir að gera nýja hjólastíga á nokkrum stöðum samhliða endurnýjun gönguleiða.

    Háleitisbraut milli Bústaðavegar og Brekkugerðis,
    Stjörnugróf milli Bústaðavegar og Traðarlands,
    og meðfram syðsta hluta Suðurgötu frá Starhaga og inn Einarsnes að Bauganesi.

Kostnaðaráætlun ofangreindra verka er 85 milljónir króna.
Þá verður áfram unnið við hjólaleiðir í Borgartúni, en gatan tók miklum breytingum í fyrra. Áætlun 2014 gerir ráð fyrir 80 milljónum króna til hjólastíga í Borgartúni.

Hjólastígar í Elliðaárdal undirbúnir

Á fundi borgarráðs í gær var einnig heimilað að hefja undirbúning og hönnun vegna göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal, auk brúar yfir Elliðaár við Rafstöð. Í fjárhagsáætlun 2014 er gert ráð fyrir 50 milljónum króna til þessa verkefnis.

Í kynningu sem sýnd var í borgarráði í gær má sjá yfirlitsmyndir af hjólaleiðunum sem koma til framkvæmda í ár.


English

Reykjavik city council decided on a continued investment in cycle and shared paths in this years cycle plan budget. Map of planned paths and pictures are available here.


Hér að neðan má sjá þá stíga sem eru á dagskrá samkæmt hjólreiðaáætlun borgarinnar árið 2014.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.