Göngu- og hjólastígum fjölgað í Hafnarfirði

Gömul frétt en áhugaverð eigi að síður af heimasíðu Hafnarfjarðar, frá 3. janúar 2013.:


Í dag var skrifað undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar varðandi frekari uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Hafnarfirði.

Samkomulagið nær til þeirra stíga sem eru við stofnvegi í Hafnarfirði og byggir á 27 gr. Vegalaga nr.80/2007 annars vegar og á samgönguáætlunum 2011-2022 og 2011-2014 hins vegar.

Stígarnir sem samkomulagið nær til eru hluti af skipulögðu stofnstígakerfi Hafnarfjarðar.

Í fyrsta áfanga þessa verkefnis er áætlað að leggja nýjan stíg við Bæjarhraunið, stíg við Hvammabrautina við Kirkjugarðinn, við knatthúsið í Kaplakrika og stíg við Íshúsið við Strandgötu.

Kostnaður við verkefnið skiptist jafnt á milli Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir samkomulagið við Vegagerðina mjög mikilvægt og með því sé verið að tryggja betur öryggi þeirra sem kjósi að ferðast um bæinn á hjólum eða fótgangandi.

Á ljósmyndinni eru Eiríkur Bjarnason forstöðumaður hjá Vegagerðinni, Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður umhverfis- og framkvæmda, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Jónas Snæbjörnsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni.


Frá LHM

Ekki er vitað hvort búið er að leggja stíginn meðfram Hvammabraut og við Íshúsið í Strandgötu.

Nýji stígurinn við Bæjarhraunið var lagður sumarið 2013. Er hann ágætur fyrir utan undarlegar þrengingar á stígnum við hverja innkeryslu á bílastæðin sunnan megin við götuna.

Mynd af nýja stígnum við Bæjarhraun og þrengingum við innkeyrslur.

Á deiliskipulagi fyrir svæði FH við Kaplakrika má sjá að gert er ráð fyrir stíg meðfram Reykjanesbraut frá Garðabæ framhjá Kaplakrika í undirgöngin undir Fjarðarhraun. Einnig munu stígar liggja í gegnum Kaplakrikasvæðið.

Þetta er sýnt á þessum uppdrætti úr frétt af vef Hafnarfjarðar.

 

Í tölvupósti frá Hafnarfjarðarbæ kom fram að skipulagsbreytingin var samþykkt 11.3.2014 í Skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Augýsinga- og athugasemdatíma við tillöguna lauk 23. febrúar.

Að hjóla meðfram stórri stofnbraut verður seint þægilegt en það er nauðsynlegt að fá stíg þarna á milli og það verður til mikilla bóta miðað við aðstæðurnar þarna núna. LHM er því fylgjandi nýja deiliskipulaginu.

Þessi mynd var tekin siðast liðið haust þegar hjólað var meðfram Kaplakrikasvæðinu.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.