Samkomulagið nær til þeirra stíga sem eru við stofnvegi í Hafnarfirði og byggir á 27 gr. Vegalaga nr.80/2007 annars vegar og á samgönguáætlunum 2011-2022 og 2011-2014 hins vegar.
Stígarnir sem samkomulagið nær til eru hluti af skipulögðu stofnstígakerfi Hafnarfjarðar.
Í fyrsta áfanga þessa verkefnis er áætlað að leggja nýjan stíg við Bæjarhraunið, stíg við Hvammabrautina við Kirkjugarðinn, við knatthúsið í Kaplakrika og stíg við Íshúsið við Strandgötu.
Kostnaður við verkefnið skiptist jafnt á milli Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir samkomulagið við Vegagerðina mjög mikilvægt og með því sé verið að tryggja betur öryggi þeirra sem kjósi að ferðast um bæinn á hjólum eða fótgangandi.
Á ljósmyndinni eru Eiríkur Bjarnason forstöðumaður hjá Vegagerðinni, Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður umhverfis- og framkvæmda, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Jónas Snæbjörnsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni.
Frá LHM
Ekki er vitað hvort búið er að leggja stíginn meðfram Hvammabraut og við Íshúsið í Strandgötu.
Nýji stígurinn við Bæjarhraunið var lagður sumarið 2013. Er hann ágætur fyrir utan undarlegar þrengingar á stígnum við hverja innkeryslu á bílastæðin sunnan megin við götuna.
Mynd af nýja stígnum við Bæjarhraun og þrengingum við innkeyrslur.
Á deiliskipulagi fyrir svæði FH við Kaplakrika má sjá að gert er ráð fyrir stíg meðfram Reykjanesbraut frá Garðabæ framhjá Kaplakrika í undirgöngin undir Fjarðarhraun. Einnig munu stígar liggja í gegnum Kaplakrikasvæðið.
Þetta er sýnt á þessum uppdrætti úr frétt af vef Hafnarfjarðar.
Í tölvupósti frá Hafnarfjarðarbæ kom fram að skipulagsbreytingin var samþykkt 11.3.2014 í Skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Augýsinga- og athugasemdatíma við tillöguna lauk 23. febrúar.
Að hjóla meðfram stórri stofnbraut verður seint þægilegt en það er nauðsynlegt að fá stíg þarna á milli og það verður til mikilla bóta miðað við aðstæðurnar þarna núna. LHM er því fylgjandi nýja deiliskipulaginu.
Þessi mynd var tekin siðast liðið haust þegar hjólað var meðfram Kaplakrikasvæðinu.