Þessi áfangi er fyrsti af mörgum. Honum er ætlað að tengja Hafnarfjörð og Garðabæ við Kauptún en nýtist strax sem tenging milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hann fer á kafla um mjög úfið hraun sem nýtur verndar og lega hans miðast við að falla sem best að landslaginu. Næsti áfangi verður hinum megin Reykjanesbrautar. Hann verður styttri og beinni og nýtur líka skjóls af landslagi.
Bláa línan á kortinu sýnir samfelldan 2,3 km langan malbikaða og upplýstan stíg milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar sem var kláraður núna í kringum áramótin.
Rauða leiðin verður hjólahraðbrautin austan við Garðabæ og er í undirbúningi. Þrátt fyrir hlykkina á bláu leiðinni þá tekur ekki nema 4-8 mínútur að hjóla hana.