Ný fjallahjólabraut lögð í Garðabæ

Ný hjólabraut hefur nú verið sett upp í efri Lundum, norðan við leikskólann Lundaból.í Garðabæ sem er ætluð börnum og öðrum.

Fjallahjólabraut Lundur Garðabæ

Gerð brautarinnar má sjá á uppdrættingum hér að ofan. Brautin er hluti af fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu en þar er einnig áætlað að gera leiksvæði og bæta aðstöðu.

Hjólabrautin er um 440 metrar að lengd og er hugsuð fyrir alla hjólaglaða. Þá þykir hún sérstaklega spennandi fyrir börn og unglinga sem vilja spreyta sig á braut þar sem styrkur, jafnvægi og spenna er í forgrunni. Frágangi í kringum brautina verður lokið á næstu vikum.
 
Það er tilvalið fyrir íbúa Garðabæjar að kíkja á brautina og þar sem þetta er ein fyrsta brautin á höfuðborgarsvæðinu er það skemmtilegt fyrir íbúa nágrannasveitarfélaganna hjóla þangað og spreyta sig í brautinni. 
 
Staðsetningu brautarinnar má sjá hér á loftmynd.

Hjólað í brautinni.

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.