Stofnstígur yfir Arnarneshæð með undirgöngum

Landssamtök hjólreiðamanna komu á framfæri athugasemdum og ábendingum við tillögu að undirgöngum undir Arnarnesveg á Arnarneshæð.

LHM höfðu áður gert athugasemdir og komið með ábendingar við deiliskipulag Arnarness í bréfi dagsett 27. ágúst 2013 og við stofnstíg yfir Arnarneshæð í bréfi dagsett 24. júlí 2015.

Undirgöngin eru vel af hendi leyst í hönnun en LHM bendir á stígsýn og hana megi ekki skerða á stígamótum. Líka er mælst til þess að stígagerð í norður og suður sitthvoru megin við undirgöng verði kláruð í þessari lotu framkvæmda en ekki beðið með þau. Fjallað er um Þorgautsdys sem er ástæða hlykks á stíg við endann á Súlunesi. Í ljós hefur komið að þetta er ekki dys heldur steinahrúga ofan á mold og ekki ástæða til að varðveita hana. Mælst er til að stígurinn verði beinn þar framhjá.

LHM fer fram á að möguleg hjáleið fyrir hjólandi og gangandi verði útbúinn um Súlunes og Hegranes og að merkingar og yfirborð leyfi óhindraða umferð hjólandi af stíg og inni enda
þessara gatna. Þá er og minnst á merkingu hjáleiða yfir Arnarnesbrú og að yfirborð hjáleiða eigi að vera slétt og lýsing nægjanleg.

 

  Athugasemdir LHM.