Skipulags- og matslýsingu fyrir samgöngu- og þróunarás Garðabæ

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað kynningu á drögum að samgöngu- og þróunarás Garðabæjar (Þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegur) - Rammahluti aðalskipulags og deiliskipulagsáætlanir.
Innan skipulagssvæðisins er Hafnarfjarðarvegur ásamt tengingum við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Álftanesveg. Beggja vegna Hafnarfjarðarvegar eru íbúðarhverfi og vestan Hafnarfjarðarvegar er Lyngássvæðið, þar sem iðnaður og þjónusta hefur á undanförnum árum vikið að hluta til fyrir nýrri íbúðarbyggð. Austan Hafnarfjarðarvegar er m.a. miðsvæði Garðabæjar og íþrótta- og skólasvæði. Stutt er í útivistarsvæði við Arnarnesvog og bæjargarð við Hraunsholtslæk.
Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er m.a. að skilgreina nánar legu Borgarlínu og staðsetningu Borgarlínustöðva eftir Hafnarfjarðarvegi, fyrirkomulag þess hluta Hafnarfjarðarvegar sem fer í stokk, og uppbyggingu og þéttleika í nýjum bæjarkjarna og nálægum uppbyggingarsvæðum.
Umsögn LHM snýr fyrst og fremst að því að á áhrifasvæðum Borgarlínu rísi byggð sem getur orðið hvati til breyttra ferðavenja og boðið upp á líflegt og fjölbreytt umhverfi.
 
   Umsögn LHM.
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.