Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa skoðað drög að Umferðaröryggisáætlun 2023-2027, sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda. Athugasemdir LHM voru fjölmargar. Meðal annars um takmörkun hraða, bætta hjóla- og göngustíga, öruggari þveranir og gangbrautir. eftirlit lögreglu, forvarnir til almennings, aukna aðkomu almennings og hagsmunasamtaka að umferðarfræðslu og kennslu, betri upplýsingar um þekkingu almennings á umferðarlögum, aukna þekkingu á og betri rannsóknir á umferðarslysum.
Niðurstöður samráðsins voru birtar 16.02.2023. Heldur virðist það þunnur þrettándi hjá innviðaráðuneytinu þar sem ekki er tekin afstaða til tillagna umsagnaraðila og niðurstaða skjals að loknu samráði er ekki birt.
Umferðaröryggisáætlun 2023-2027, sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda