Umferðaröryggisáætlun 2023-2027 í samráðsgátt

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa skoðað drög að Umferðaröryggisáætlun 2023-2027, sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda. Athugasemdir LHM voru fjölmargar. Meðal annars um takmörkun hraða, bætta hjóla- og göngustíga, öruggari þveranir og gangbrautir. eftirlit lögreglu, forvarnir til almennings, aukna aðkomu almennings og hagsmunasamtaka að umferðarfræðslu og kennslu, betri upplýsingar um þekkingu almennings á umferðarlögum, aukna þekkingu á og betri rannsóknir á umferðarslysum.

Niðurstöður samráðsins voru birtar 16.02.2023. Heldur virðist það þunnur þrettándi hjá innviðaráðuneytinu þar sem ekki er tekin afstaða til tillagna umsagnaraðila og niðurstaða skjals að loknu samráði er ekki birt.

 

    Umferðaröryggisáætlun 2023-2027, sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda

 

    Umsögn LHM.

 

   Niðurstöður samráðs.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.