Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum 2013

Keppnisfélögin standa vel að því að kynna keppnir í hjólreiðum á sínum vefsíðum svo það fer lítið fyrir því efni á vef LHM en hér eru glæsilegar myndir frá Íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum 2013 sem Örn Sigurðsson tók.

Hjólað var frá Nesjavöllum um Þingvelli og snúið við nærri afleggjara inn í Grímsnes í kvennaflokki en á Laugarvatni í karlaflokki og hjólað til baka.

 

Hér eru fleiri myndir úr hjólakeppnum sem Haraldur Guðjónsson hefur deilt á Flickr:

 

Sjá nánar á vef Hjólreiðafélags Reykjavíkur hfr.is og Hjólamanna, hjolamenn.is